Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka er ráðgjafi Lyfsalans við kaup félagsins á 100% hlut í Lyfjavali

Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka er ráðgjafi Lyfsalans við kaup félagsins á 100% hlut í Lyfjavali

Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka er ráðgjafi Lyfsalans við kaup félagsins á 100% hlut í Lyfjavali - mynd

Í dag 25. júní 2021, var kauptilboð Lyfsalans ehf. í 100% hlutafé Lyfjavals ehf. og Landakot fasteignafélags ehf. samþykkt.

Skeljungur hf. er 10% hluthafi í Lyfsalanum ehf. en samhliða samþykktu kauptilboði og hlutafjáraukningu verður Skeljungur 56% hluthafi í Lyfsalanum ehf., þó með þeim fyrirvara að kaupin gangi eftir.

Lyfsalinn rekur þrjú apótek á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. í Glæsibæ, Urðarhvarfi og eitt bílaapótek við þjónustustöð Orkunnar sem er í eigu Skeljungs við Vesturlandsveg.

Lyfjaval rekur einnig þrjú apótek, þ.e. í Mjódd, Apótek Suðurnesja og bílaapótek Hæðasmára. Með í kaupunum fylgja framangreindar fasteignir.

Kaupin eru háð ýmsum forsendum og hefðbundnum fyrirvörum, m.a. um áreiðanleikakönnun og samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka er ráðgjafi Lyfsalans ehf. í viðskiptunum.