Kauphallartilkynningar
Arion banki og Kvika banki í samrunaviðræður
Föstudaginn 4. júlí ítrekaði stjórn Arion banka hf. ósk sína frá 27. maí síðastliðnum um samrunaviðræður við stjórn Kviku banka hf. Stjórn Kviku hefur ákveðið að verða við ósk stjórnar Arion og hafa félögin ritað undir viljayfirlýsingu þess efnis.
Viljayfirlýsingin felur í sér að fyrir alla hluti í Kviku fá hluthafar Kviku 485.237.822 nýja hluti í Arion banka og eignist með því 26% hlut í sameinuðu félagi. Endurspeglar það gengið 19,17 krónur á hlut fyrir Kviku banka og 174,5 krónur á hlut fyrir Arion banka. Gert er ráð fyrir sanngjarnri leiðréttingu skiptihlutfalla komi til úthlutunar af fjármunum félaganna til hluthafa fram til þess dags er samruninn tæki gildi.
Gert er ráð fyrir að viðræður vegna samruna bankanna hefjist á næstu dögum. Endanlegur samruni Arion banka og Kviku banka er háður samþykki eftirlitsaðila og hluthafafunda félaganna.
Tækifærin sem felast í samruna félaganna eru fjölmörg, bæði fyrir viðskiptavini og hluthafa. Gangi ferlið eftir verður til öflugur banki sem er einstaklega vel í stakk búinn að mæta fjölbreyttum fjármálaþörfum einstaklinga, fyrirtækja og fjárfesta.
Arion banki ítrekar ósk um samrunaviðræður við Kviku banka
Arion banki hf.: Niðurstaða útboðs sértryggðra skuldabréfa
Arion banki hf.: Útboð sértryggðra skuldabréfa þann 24. júní 2025
Arion banki hf.: Moody´s staðfestir lánshæfismat Arion banka í kjölfar tilkynningar um mögulegar samrunaviðræður við Kviku - horfur eru áfram stöðugar
Arion banki hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun. Endurkaupum er nú lokið.
Arion banki hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun
Arion banki hf. óskar eftir samrunaviðræðum við Kviku banka hf.
Arion banki hf.: Niðurstaða útboðs á víkjandi skuldabréfum í íslenskum krónum
Áskrift að
kauphallartilkynningum
Með því að skrá netfangið þitt á póstlistann færðu sendar allar opinberar fréttir um félagið.