Þinn árangur

Velgengni tekur á sig margar myndir því árangur getur verið alls konar. Við erum öll ólík og markmið okkar eru fjölbreytt en við stefnum öll fram á við og Þinn árangur er það sem við stefnum að. 

Okkar hlutverk er að vinna að markmiðum viðskiptavina, eigenda, starfsfólks og samfélagsins alls.

Árangur viðskiptavina

Markmið fólks eru ólík en okkar hlutverk er að vinna með viðskiptavinum að ná þeim árangri sem þeir stefna að. Hvort sem það er stórfyrirtæki sem fjárfestir í umhverfisvænni framleiðslu eða sprotafyrirtæki í leit að fjármögnun, ungt fólk á leið í nám erlendis eða eldra fólk að byggja upp eignasöfn og tryggja fjárhagslegt öryggi á efri árum, þá erum við alltaf að vinna að árangri okkar viðskiptavina.

Árangur samfélagsins

Verkefnin sem við fjármögnum hafa mikil áhrif á samfélag okkar og umhverfi. Við höfum trú á kraftmiklu atvinnulífi og erum leiðandi í grænni fjármögnun og ætlum okkur að vera það áfram.

Árangur eigenda

Þúsundir Íslendinga eru hluthafar í Arion, bæði beint en líka óbeint í gegnum lífeyrissjóði. Við erum meðvituð um okkar ábyrgð og höfum metnað til þess að skila eigendum okkar auknum verðmætum.

Árangur starfsfólks

Starfsfólk bankans er fjölbreyttur hópur fólks sem á það sameiginlegt að hafa metnað fyrir störfum sínum. Við leggjum okkur fram við að byggja upp vinnustað þar sem kunnátta, þekking og færni fær að njóta sín.

Þegar viðskiptavinum okkar gengur vel, þá gengur okkur vel.

Við spurðum nokkra einstaklinga hvað árangur væri fyrir þeim. Svörin voru ólík enda markmið fólks fjölbreytt: 

 

Stefna Arion banka

 
Okkar tilgangur

Virkja kraft norðursins.

Okkar sýn

Við ætlum að vera best í að mæta þörfum markhópa okkar – leiðandi fyrirtæki sem er drifkraftur árangurs viðskiptavina og samfélagsins alls.

Okkar hlutverk

Að liðsinna þeim sem vilja ná árangri á Íslandi og víðar á norðurslóðum með snjöllum og traustum fjármálalausnum sem efla fjárhagslegt heilbrigði og stuðla að sjálfbærri verðmætasköpun.

Okkar gildi

 
Komum hreint fram
  • Við ástundum góða viðskiptahætti með sjálfbærni að leiðarljósi
  • Við erum hreinskiptin og bendum á það sem betur má fara
  • Við gætum trúnaðar í hvívetna og komum fram af virðingu
Finnum lausnir
  • Við erum jákvæð og lausnamiðuð í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur
  • Við trúum því að skapandi hugsunarháttur og lifandi frumkvæði leiði til snjallra lausna
  • Við erum meira en banki – við erum úrræðagóður samstarfsaðili sem hjálpar fólki og samfélögum að ná árangri
Vinnum saman
  • Við berum sjálf ábyrgð á að skapa starfsumhverfi sem er auðgandi, skemmtilegt og hvetjandi
  • Við temjum okkur nána samvinnu, bæði milli sviða og við samstarfsaðila
  • Við vinnum með viðskiptavinum okkar svo þeir nái sínum markmiðum