Þinn árangur

Velgengni tekur á sig margar myndir því árangur getur verið alls konar. Við erum öll ólík og markmið okkar eru fjölbreytt en við stefnum öll fram á við og Þinn árangur er það sem við stefnum að. 

Okkar hlutverk er að vinna að markmiðum viðskiptavina, eigenda, starfsfólks og samfélagsins alls.

Árangur viðskiptavina

Markmið fólks eru ólík en okkar hlutverk er að vinna með viðskiptavinum að ná þeim árangri sem þeir stefna að. Hvort sem það er stórfyrirtæki sem fjárfestir í umhverfisvænni framleiðslu eða sprotafyrirtæki í leit að fjármögnun, ungt fólk á leið í nám erlendis eða eldra fólk að byggja upp eignasöfn og tryggja fjárhagslegt öryggi á efri árum, þá erum við alltaf að vinna að árangri okkar viðskiptavina.

Árangur samfélagsins

Verkefnin sem við fjármögnum hafa mikil áhrif á samfélag okkar og umhverfi. Við höfum trú á kraftmiklu atvinnulífi og erum leiðandi í grænni fjármögnun og ætlum okkur að vera það áfram.

Árangur eigenda

Þúsundir Íslendinga eru hluthafar í Arion, bæði beint en líka óbeint í gegnum lífeyrissjóði. Við erum meðvituð um okkar ábyrgð og höfum metnað til þess að skila eigendum okkar auknum verðmætum.

Árangur starfsfólks

Starfsfólk bankans er fjölbreyttur hópur fólks sem á það sameiginlegt að hafa metnað fyrir störfum sínum. Við leggjum okkur fram við að byggja upp vinnustað þar sem kunnátta, þekking og færni fær að njóta sín.

Þegar viðskiptavinum okkar gengur vel, þá gengur okkur vel.

Við spurðum nokkra einstaklinga hvað árangur væri fyrir þeim. Svörin voru ólík enda markmið fólks fjölbreytt: 

 

Stefna Arion banka

Standa öðrum framar með snjöllum og traustum fjármálalausnum sem skapa viðskiptavinum, hluthöfum og samfélaginu öllu verðmæti til framtíðar.

Standa öðrum framar
  • Lausnamiðuð og árangursdrifin menning
  • Framúrskarandi starfsfólk í hvetjandi umhverfi sem er skapandi, krefjandi og skemmtilegt
  • Samstarf við þá sem auka skilvirkni okkar og bæta vöruframboð
Bjóða snjallar lausnir
  • Fjölbreytt og virðisaukandi þjónusta fyrir kröfuharða viðskiptavini
  • Þjónusta og ákvarðanir byggjast á gögnum og greiningu
  • Stafrænar lausnir sem gera þjónustuna þægilegri
Skapa verðmæti til framtíðar
  • Setjum okkur í spor viðskiptavina og skiljum þarfir þeirra og markmið
  • Störfum af ábyrgð með sjálfbærni að leiðarljósi
  • Erum til staðar með hugvit, lausnir og fjármagn