Kaupleiga og tækjalán atvinnutækja

Viðskiptavinum býðst fjármögnun á allt að 80% af kaupverði tækja fyrir utan virðisaukaskatt. Fjármögnunarhlutfall og -tími er þó háð eiginleikum og endingartíma þeirra tækja sem um ræðir.

Hægt er að velja milli tveggja fjármögnunarleiða þ.e. kaupleigu eða tækjalána. Leiðirnar eru frábrugðnar hvor annarri en eru samt sem áður sambærilegar hvað kjör varðar. Kaupleigan er tvíhliða samningur milli bankans og viðskiptavinarins á meðan tækjalánin eru þinglýst veðskuldabréf.

Leigu- eða lánstími

Ræðst af endingartíma þess tækis sem verið er að fjármagna. Algengast er fjármögnunartími nýrra tækja sé á bilinu 5 til 7 ár. Önnur atvinnutæki eru fjármögnuð ýmist til lengri eða skemmri tíma. Fjármagnað er að hámarki til 10 ára ef aðstæður leyfa.

Sveigjanlegar greiðslur

Greiðsluflæði er almennt með jafngreiðslufyrirkomulagi en þeim viðskiptavinum sem búa við árstíðabundið tekjuflæði býðst að aðlaga greiðslur að árstíðarbundnum sveiflum. Þannig getur viðskiptavinurinn kosið að greiða hlutfallslega hærri greiðslur þann hluta ársins sem tekjur eru meiri en lægri greiðslur þegar tekjur eru minni.

Eignarhald á lánstíma

 

Kaupleiga

Arion banki er skráður eigandi tækis á samningstíma á kaupleigusamningum. Við lok samnings eða við uppgreiðslu færist eignarrétturinn yfir til leigutaka. Viðskiptavinurinn eignfærir tækið og afskrifar í bókum sínum.

 

Tækjalán 

Lántaki er skráður eigandi tækisins á lánstíma og Arion banki er með fyrsta veðrétt. Viðskiptavinurinn eignfærir tækið og afskrifar í bókum sínum. Við lok lánstíma eða við uppgreiðslu er veðböndum aflétt.

Vátryggingar

Tæki sem eru í fjármögnun ber að vátryggja. T.d. þarf í tilfelli bifreiða að liggja fyrir lögbundin ábyrgðar- og kaskótrygging. Við sendum tryggingarbeiðni til tryggingarfélagsins þíns áður en gengið er frá fjármögnuninni.

Opinber gjöld

Greiða þarf þinglýsingargjald af tækjalánum. Viðskiptavinurinn greiðir vátryggingar og stendur að auki straum af þeim opinberu gjöldum sem tækinu fylgja, s.s. þungaskatti, bifreiðagjöldum, sektum og vanrækslugjöldum.

Sérfræðingar bíla- og tækjafjármögnunar

Sérfræðingar okkar búa yfir áralangri sérfræðireynslu og eru ávallt tilbúnir að aðstoða og finna bestu fjármögnunarleiðina fyrir þig og þitt félag. 

Vantar þig aðstoð?

Ef þú hefur einhverjar spurningar er hægt að hafa samband við sérfræðinga okkar í síma 444-8800 eða með því að senda okkur tölvupóst.
Þú getur einnig kíkt til okkar í útibú Arion banka, Smáratorgi 3, 201 Kópavogi. 
 

Spurt og svarað