Ert þú í háskóla og hefur áhuga á fjárfestingum?

Við kynnum til leiks fjárfestingarkeppni í samstarfi við Dyngju þar sem þú lærir að fjárfesta án þess að taka óþarfa áhættu.

Þú skráir þig til leiks í gegnum Dyngju appið og færð í kjölfarið 10 milljón sýndarveruleikakrónur til þess að fjárfesta með. Þú getur átt viðskipti með sjóði Stefnis og öll hlutabréf sem eru skráð á aðalmarkað Nasdaq á Íslandi.

Keppnin hófst 14. október og stendur til 11. nóvember en á þessu tímabili munt þú búa þér til eignasafn og stýra því með það að markmiði að ná fram sem mestri ávöxtun. Sigurvegari keppninnar er síðan sá sem hefur náð fram mestri ávöxtun á safninu sínu á þessu tímabili.

Heildarverðmæti vinninga eru 275.000 kr.

Bónusvika

Fjárfestingarkeppni háskólanna lauk 11. nóvember. Vegna mikils áhuga höfum við ákveðið að bæta við bónusviku sem stendur yfir dagana 12. - 16. nóvember.

Sá sem nær fram mestri ávöxtun á þessu tímabili verður krýndur sigurvegari bónusvikunnar.

Leikreglur bónusvikunnar:

  • Aðeins nemendur háskólanna geta unnið verðlaun, og verður beðið um staðfestingu á skólavist hjá nemendum sem sigra.
  • Aðeins er heimilt að hafa einn aðgang í keppninni sem má einungis einu sinni skrá sig til leiks á og hann skal vera skráður á nafn viðkomandi keppanda.
  • Það er ekki hægt að kaupa og selja eignir innan sama dags, þú verður að eiga eign í félagi í að minnsta kosti 1 dag og það er 0,75% þóknun á sölufærslum.
  • Til að eiga möguleika á verðlaunum þarf að dreifa fjármunum, þ.e. sá sem tekur þátt skal eiga í að lágmarki tveim fyrirtækjum yfir bónusvikuna.
  • Ef einstaklingur verður sekur um innherjasvindl eða misnotar upplýsingar um verðþróun á sá aðili hættu á að verða vikið úr keppni.
  • Aðeins er hægt að kaupa og selja eignir á opnunartíma íslensku kauphallarinnar, sem er frá 9:30 til 15:30 alla virka daga.

Spurt og svarað um bónusvikuna:

Fjárfestingarkeppni háskólanna er lokið 

Markmiðið okkar með keppninni er að efla fræðslu um fjármál og fjárfestingar og gera nemendum kleift að kljást við raunveruleg verkefni úr atvinnulífinu. Við viljum því hvetja nemendur til að skoða fræðsluefnið sem má finna í Dyngju appinu þar sem farið er yfir helstu atriði og hugtök tengd fjárfestingum.

Leikreglur:
  • Aðeins nemendur háskólanna geta unnið verðlaun, og verður beðið um staðfestingu á skólavist fyrir þá nemendur sem enda í efstu þremur sætunum.
  • Til að eiga möguleika að vinna verðlaun þarf að skrá sig til leiks fyrir 21. október (nemendum er velkomið að taka þátt eftir 21. október en geta þá ekki unnið til verðlauna).
  • Það er hægt að kaupa og selja eignir innan sama dags.
  • Til að eiga möguleika á verðlaunum þarf að dreifa fjármunum, þ.e. sá sem tekur þátt skal eiga í að lágmarki fjórum fyrirtækjum yfir keppnina.
  • Ef einstaklingur verður sekur um innherjasvindl eða misnotar upplýsingar um verðþróun á sá aðili hættu á að verða vikið úr keppni.
  • Aðeins er hægt að kaupa og selja eignir á opnunartíma íslensku kauphallarinnar, sem er frá 9:30 til 15:30 alla virka daga.

Spurt og svarað

Konur fjárfestum

Í dag er ekki jafnræði milli kynja þegar kemur að sparnaði, lífeyriseign eða þátttöku á fjármálamarkaði.

Því förum við í Arion banka nú af stað með átaksverkefni með það að markmiði að efla konur þegar kemur að fjárfestingum.

Vertu með!

Meira um átaksverkefnið