Premía kreditkort

Ferðatryggingar
Vildarpunktar per 1000 kr.12 punktar af innlendri og erlendri verslun
Árgjald60.970 kr.
Fæst fyrirframgreitt Nei
Borga með símanum
Kreditkortaskilmálar Arion
Tryggingarskilmálar Varðar
Skilmálar Icelandair Saga Club

Kortið er eingöngu í boði fyrir viðskiptavini í Premíu þjónustu bankans og hentar einkar vel þeim sem kjósa fríðindi, ferðast mikið og vilja safna vildarpunktum af bæði innlendri og erlendri veltu. Tengigjald við Saga Club er innifalið í verði. 

Kortinu fylgja okkar bestu ferðatryggingar, golftrygging og ýmis ferðafríðindi s.s. aðgangur að Saga Lounge, flýtiinnritun á Keflavíkurflugvelli þegar flogið er með Icelandair. Auk þess býðst Premíu korthöfum frí heimsókn í hverjum mánuði í Betri stofu World Class ásamt gesti. Einnig er afsláttur af mat og drykk hjá Edition og þyrluskíðaferðum hjá Viking Heliskiing.

Sjá notkunarmöguleika Vildarpunkta Icelandair hér.

Í Saga Club Icelandair má sjá upplýsingar um punktastöðu og ferðatilboð.

Hámarksbætur má sjá í töflunni hér fyrir neðan.

Nánar um Premíu þjónustuna og fríðindi kortsins

Ferðatryggingar - hámarksbætur

Dánarbætur v/ slyss14.000.000 kr.
Örorkubætur v/ slyss14.000.000 kr.
Sjúkratrygging20.000.000 kr.*
Ferðarof300.000 kr.
Samfylgd í neyð300.000 kr.
Endurgreiðsla ferðar750.000 kr.
Sjúkrahússdagpeningar144.000 kr.
Farangurstrygging1.000.000 kr.*
Innkaupatrygging750.000 kr.*
Farangurstöf6 klst.
Ferðatöf8 klst.
Tafir á leið að flugvelli120.000 kr.**
Tafir vegna yfirbókunar40.000 kr.
Innkaupakaskó600.000 kr.*
Mannránstrygging720.000 kr.
Forfallatrygging750.000 kr.*
Ábyrgðartrygging40.000.000 kr.*
Kaskótrygging vegna bílaleigubílsUSD 50.000**
Viðbótarábyrgðartrygging vegna bílaleigubílsUSD 1.000.000
Gildir í allt að180 daga
Birt með fyrirvara um innsláttarvillur.

* Sjálfsábyrgð 15.000 kr., sjá nánar í tryggingaskilmálum
** Sjálfsábyrgð 25.000 kr., sjá nánar í tryggingaskilmálum

Helstu fríðindi

  • Bestu ferðatryggingar sem við bjóðum á kreditkortum.
  • Golftrygging.
  • Víðtækar bílaleigutryggingar.
  • 12 Vildarpunktar Icelandair fyrir hverjar 1.000 kr. veltu af allri verslun innanlands sem erlendis.
  • Kortinu fylgir ein heimsókn í mánuði ásamt gesti í eina af betri stofum World Class gegn framvísun kortsins.
  • 5.000 Vildarpunktar Icelandair við greiðslu árgjalds auk 6.000 Fríðindastiga Icelandair.
  • Flýtiinnritun (Priority check-in) í Keflavík í flug Icelandair fyrir handhafa kortsins.
  • Punktagjöf 50.000 Vildarpunktar að uppfylltum skilyrðum.1
  • Korthafar greiða ekkert tengigjald til að tengjast Icelandair Saga Club.
  • Gjaldfrjáls aðgangur að Saga Lounge í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir handhafa Premía gegn framvísun kortsins þegar flogið er með áætlunarflugi og leiguflugi Icelandair.2
  • Handhafi Premíu kreditkorts má bjóða einum gesti með sér í Saga Lounge gegn greiðslu gjalds á meðan húsrúm leyfir. Sjá nánari upplýsingar um skilyrði og gjald á vefsíðu Icelandair.3
  • Aðgangur að völdum betri stofum erlendis með Priority Pass appinu gegn vægu gjaldi samkvæmt verðskrá.
  • Aðgangur að bókunum í gegnum Visa Luxury hotels collection sem veitir bestu mögulegu verð á yfir 900 lúxus hótelum auk annarra fríðinda.
  • 10% afsláttur af veitingum hjá The Reykjavík Edition. Afslátturinn gildir á The ROOF, Lobby bar, Tides og Tides Cafe. Aðgangur að Tölt bar sem eingöngu er opinn þeim sem eru með meðlimakort.4
  • 15% afsláttur af þyrluskíðaferðum hjá Viking Heliskiing, bæði á pakka- og dagsferðum.  Auk  þess að vera sótt og skilað á Akureyrarflugvöll án endurgjalds. Gildir fyrir korthafa og einn gest. Til að virkja afsláttinn þarf að ganga frá greiðslu með Premía kortinu við Viking Heliskiing í síma 618 2222 eða á staðnum.

1) Ársvelta yfir 2.500.000 í erlendri mynt. Með veltu er átt við notkun kortsins hjá söluaðilum og með erlendri mynt er átt við viðskipti þegar greitt er í erlendi mynt hjá söluaðila. Ársvelta miðast við 27. desember til 26. desember næsta árs. Velta reiknast á kortareikning.
Í janúar ár hvert fær korthafi sem uppfyllir ofangreind veltuskilyrði, er með opið kort í ársbyrjun og hefur greitt fullt árgjald kortsins vegna síðasta árs, Punktagjöf, 50.000 Vildarpunkta, sem lagðir eru inn á Icelandair Saga Club reikning korthafa.

2) Framvísa þarf kreditkortinu í afgreiðslu Saga Lounge eða framvísa mynd af kortinu með nafni korthafa í Arion appinu. Ekki er nægjanlegt að sýna kreditkortið í Apple Wallet eða Google Wallet.

3) Gildir ekki á fimmtudögum. 

4) Þú sækir um aðgang með því að senda póst á tolt.rek@editionhotels.com og færð í framhaldi sendan póst frá Edition með nánari upplýsingum. Athugið að framvísa þarf Premíu kreditkortinu þegar meðlimakortið er sótt. Afslátturinn gildir ekki á Tölt né af Tides Counter upplifun.