Fyrirtækjaráðgjöf

Veitir fyrirtækjum, fjárfestum og stofnunum víðtæka fjármálaráðgjöf á innlendum og erlendum vettvangi.

Samrunar og yfirtökur

Fyrirtækjaráðgjöf hefur umsjón með sölu fyrirtækja í opnu söluferli eða lokuðu samningaferli. Veitir ráðgjöf við kaup á fyrirtækjum eða fjárfestingu í stærri eignarhlutum fyrirtækja sem og ráðgjöf við kaup og sölu rekstrartengdra eigna og aðra fjármálagerninga, s.s. skuldaskjöl og afleiður.

Fyrirtækjaráðgjöf veitir ráðgjöf við samruna og yfirtökur fyrirtækja, verkstýrir gjarnan slíku ferli frá upphafi til enda og annast þá m.a. greiningu tækifæra, virðismat, greiningu virðisaukandi þátta, ráðgjöf varðandi aðferðafræði, umsjón með samningaviðræðum og lúkningu viðskipta. Fyrirtækjaráðgjöf hefur umsjón með framkvæmd yfirtökutilboða í hlutabréf skráðra fyrirtækja, innlausna og afskráninga hlutabréfa í kauphöll og veitir aðstoð við skuldsettar yfirtökur.