Ótrúlega góð hugmynd

Það sem hljómar eins og ótrúlega góð hugmynd í dag getur orðið vandræðaleg saga í framtíðinni. Þess vegna borgar sig að hugsa sig vel um. Og á meðan vaxa peningarnir á Framtíðarreikningi eða í sjóði.*

Allt að 12.000 kr. fermingargjöf

Ef lagðar eru 30.000 kr. eða meira inn á Framtíðarreikning við fermingu þá greiðir bankinn 6.000 kr. mótframlag inn á sama reikning. Það sama gerum við ef fjárfest er fyrir 30.000 kr. eða meira í sjóðum Stefnis. 

Það er því hægt að fá mótframlag bæði við að leggja inn sparnað í sjóð hjá Stefni sem og sparnað inn á Framtíðarreikning. Mótframlagið getur því orðið 12.000 kr. 

Hægt er að sækja um fermingarmótframlag til 31. desember 2021. Hvert fermingarbarn á rétt á fermingarmótframlagi, eitt fyrir innlögn inn á Framtíðarreikning og eitt fyrir innlögn í sjóð, samtals 12.000 kr.

Framtíðarreikningur

Framtíðarreikningur er stofnaður í nafni barns sem oftast er ekki með aðgang að netbanka og því þarf að mæta í útibú Arion banka til að stofna reikninginn. Ef reikningur er þegar til er hægt að greiða innborgun hjá gjaldkera í útibúi Arion banka þá er mótframlag bankans greitt strax. Ef innborgun er gerð með millifærslu eða í hraðbanka berst mótframlag Arion banka innan mánaðar. 

Þjónustuver okkar veitir frekari upplýsingar og aðstoð á arionbanki@arionbanki.is eða í síma 444 7000.

Framtíðarreikningur er verðtryggður innlánsreikningur sem gefur hæstu vexti almennra verðtryggðra innlánsreikninga


Inneign á Framtíðarreikningi er góð gjöf fyrir þá sem vilja leggja grunn að framtíð barna og unglinga. Innstæðan er laus á 18 ára afmælisdegi barns.
 
Eiginleikar Framtíðarreiknings:
  • Hæstu vextir almennra innlánsreikninga
  • Verðtryggður reikningur
  • Er laus til úttektar við 18 ára aldur
  • Hægt er að stofna eða leggja inn á reikninginn hvenær sem er fyrir 15 ára aldur

Sparnaður í sjóði

Arion banki er helsti söluaðili sjóða Stefnis hf. sem er sjálfstætt starfandi fjármálafyrirtæki og jafnframt stærsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins. Nánari upplýsingar um starfsemi Stefnis má finna hér.  

Yfirlit yfir alla sjóði

Fermingarmótframlag 6.000 kr. 

Ef lagðar eru inn 30.000 kr. eða meira í einhvern af sjóðum* Stefnis þá leggur bankinn til 6.000 kr. mótframlag sem fermingargjöf. Þetta framlag er óháð framlagi inn á Framtíðarreikning og því hægt að fá bæði framlögin samtals að upphæð 12.000 kr. Einungis er hægt að sækja um eitt framlag við innlögn í sjóð fyrir hvert fermingarbarn. 

Fjármálaráðgjafar í útibúum bankans sjá um að taka á móti sjóðabeiðni en báðir foreldar/forráðamenn þurfa að mæta með fermingarbarni í útibú til að stofna vörslureikning þar sem einstaklingurinn er ófjárráða. Ekki er hægt að ganga frá sjóðaviðskiptum fyrir ófjárráða í netbanka.

*Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á að ekki verði um neina ávöxtun að ræða eða að höfuðstóll tapist. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um árangur í framtíð. Í útboðslýsingu og lykilupplýsingum hvers sjóðs er að finna nánari upplýsingar um sjóðinn, m.a. um áhættu og hvort umræddur sjóður telst verðbréfasjóður eða fjárfestingarsjóður, en upplýsingarnar má nálgast á www.arionbanki.is/sjodir. Fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir, sem geta leitt til minni áhættudreifingar en í verðbréfasjóðum. Fjárfesting í fjárfestingarsjóði telst því almennt vera áhættumeiri en fjárfesting í verðbréfasjóði. Arion banki er helsti söluaðili sjóða Stefnis hf. sem er sjálfstætt starfandi fjármálafyrirtæki skv. lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Stefnir hf. rekur verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði skv. lögum nr. 128/2011. Stefnir hf. er dótturfélag Arion banka.