Tímabundnir greiðsluerfiðleikar

Þegar greiðsluerfiðleikar koma upp þá er mikilvægt að bregðast skjótt við og finna bestu lausnina til þess að greiða úr málunum. Við aðstoðum við það. 

Hér fyrir neðan eru nánari upplýsingar fyrir einstaklinga og fyrirtæki um það hvaða úrræði eru í boði, auk þess sem hægt er að óska eftir ráðgjöf. 

Greiðsluerfiðleikar fyrirtækja

Þegar greiðsluerfiðleikar koma upp þá er mikilvægt að bregðast skjótt við og leitast við að finna bestu lausnina til þess að greiða úr málunum. Við aðstoðum við það.

Hér fyrir neðan eru nánari upplýsingar fyrir einstaklinga og fyrirtæki um það hvaða úrræði eru í boði, auk þess sem hægt er að óska eftir ráðgjöf.

Sem dæmi um lausnir sem gætu hentað fyrirtækjum eru:

 • Tímabundnir greiðslufrestir/framlenging lána

 • Skammtímalánveiting í formi skuldabréfs/yfirdráttar

 • Úrræði samkvæmt lögum um gjaldþrotskipti nr. 21/1991:

  Greiðslustöðvun
  Viðskiptavinur, sem á í verulegum fjárhagserfiðleikum og vill freista þess að koma nýrri skipan á fjármál sín með aðstoð lögmanns eða löggilts endurskoðanda, sem hann hefur ráðið í því skyni, getur leitað heimildar til greiðslustöðvunar til héraðsdóms.

  Nauðasamningar
  Með nauðasamningi er átt við samning um greiðslu skulda eða eftirgjöf af skuldum sem kemst á milli skuldara og áskilins meirihluta lánardrottna hans og hlýtur staðfestingu fyrir dómi. Nauðasamningur bindur einnig aðra kröfuhafa en þá sem að honum standa og hefur það markmið að ráða bót á neikvæðri eiginfjárstöðu eða ógreiðslufærni skuldara. Viðskiptavinur þarf að afla heimildar dómstóla til að leita nauðasamnings og er sú heimild veitt með dómsúrskurði. Sérstakur umsjónarmaður sem skipaður er af dómstólum tekur í framhaldinu við samningsumleitunum við lánardrottna.