Spurt og svarað

Hvað get ég tekið mikið úr hraðbanka? (innanlands og erlendis)

Á vef Arion banka er hægt að nálgast allar upplýsingar um úttektarreglurnar.

Hvenær er árgjaldið skuldfært á kortið?

Árgjald er skuldfært á kreditkortareikning árlega í þeim mánuði sem kortið var upphaflega stofnað.

Hvernig tilkynni ég kort glatað eða stolið?

Glati korthafi greiðslukorti verður að tilkynna það strax glatað/stolið til þjónustuvers Arion banka. Utan afgreiðslutíma bankans skulu korthafar hafa samband við neyðarþjónustu Valitor.

444 7000 – Arion banki (afgreiðslutími þjónustuvers Arion banka er frá kl. 9-17 alla virka daga).

525 2000 – Valitor (neyðarþjónusta utan afgreiðslutíma banka).

Eru einhverjar takmarkanir á kortinu við kaup á netinu?

Já, áhættustýring er á kreditkortum fyrir erlendar greiðslur á netinu og eru þær mismunandi eftir kortategundum. Til að aflétta áhættustýringu á korti tímabundið er hægt að hafa samband við þjónustuver okkar í síma 444 7000 (kl. 9-17) en neyðarþjónustu Valitor utan bankatíma í síma 525 2000.

Hvað gerist þegar að gildistími kortsins rennur út, fæ ég nýtt?

Já, kortið endurnýjast sjálfkrafa og er sent á lögheimili korthafa snemma í þeim mánuði sem gildistími eldra korts rennur út.

Hvernig virka kortatímabil?

Kortatímabil kreditkorta Arion banka er frá 27. til 26. næsta mánaðar. Notkun korts innan tímabils kemur til greiðslu á næsta gjalddaga. Upphæð til greiðslu á gjalddaga eftir hvert tímabil er að jafnaði birt í netbanka og appi 27. hvers mánaðar eða næsta virka dag þar á eftir. Gjalddagi kreditkorta er annar dagur mánaðar eða fyrsti virki dagur þar á eftir, lendi hann á helgi.

Kortatímabil Innkaupakorta er 1. til 31. hvers mánaðar með gjalddaga 15. hvers mánaðar eða fyrsti virki dagur þar á eftir, lendi hann á helgi.

Af hverju eru ekki lengur myndir á kreditkortum?

Með tilkomu örgjörva í greiðslukortum og auðkenningar með PIN númeri þurfa korthafar ekki lengur að afhenda afgreiðslufólki kort þegar greitt er fyrir vöru eða þjónustu og því er ekki lengur þörf á myndum. Að auki eru kreditkort ekki löggild skilríki og því á ekki að nota þau sem slík.

Hvað kostar að breyta heimild á kortinu?

Nú er hægt að hækka og lækka heimild á kreditkortum í Arion appinu og í netbanka Arion banka. Tekinn er kostnaður vegna hækkunar á heimild samkvæmt gildandi verðskrá kreditkorta, hana má nálgast hér.

Hvernig virkja ég kortalán (raðgreiðslu) á kortið mitt?

Söluaðilar/verslanir geta boðið VISA og MasterCard korthöfum greiðsludreifingu með raðgreiðsluláni (Kortalán Valitor eða Raðgreiðslulán Borgunar). Viðkomandi söluaðili/verslun veitir nánari upplýsingar um hvaða greiðslumöguleikar eru í boði.

Hvar get ég séð yfirlit yfir Kortalán/Raðgreiðslulán?

Upplýsingar um Kortalán frá Valitor og/eða Raðgreiðslulán Borgunar koma fram á greiðsluyfirlitinu þínu sem t.d. er hægt að nálgast undir „Rafræn skjöl“ í Netbanka Arion banka og í Arion appinu.

Aðstoð og upplýsingar vegna Kortalána veitir Valitor í síma 525 2000 (val 4) og aðstoð vegna Raðgreiðslulána veitir Borgun í síma 560 1600.

Hvernig skipti ég upp reikningi?

Nú er hægt að skipta upp kreditkortareikningi í Arion appinu og í netbankanum þínum.