Verðtryggð lán

Verðtryggð lán eru tengd vísitölu neysluverðs og breytast því þegar verðlag á landinu hækkar eða lækkar. Í upphafi er greiðslubyrði verðtryggðra lána almennt lægri en óverðtryggðra en í verðbólgu leggjast verðbætur við höfuðstól verðtryggðra lána sem hækkar greiðslubyrði þeirra. 

Fastir vextir

Verðtryggð íbúðalán geta verið með föstum vöxtum í 3 eða 5 ár. Þegar fastvaxtatímabili líkur fer lánið á hærri vexti út lánstíma. Ef viðskiptavinur vill lægri vexti á þeim tíma, til næstu 3 eða 5 ára, þarf hann að endufjármagna lánið. 

Sjá nánar

Fastir vextir tryggja lántaka fyrir vaxtasveiflum og getur það bæði haft kosti og galla. Þegar vaxtastig hækkar er kostur að hafa fasta vexti en þegar vaxtastig lækkar, þá missir lántakandi af slíkri lækkun nema með því að endurfjármagna lánið

Sækja um íbúðalán vegna fasteignakaupa   Sækja um endurfjármögnun 

Greiðslumat  Reikna lán   Óska eftir ráðgjöf

Lánstími 

Íbúðalán með fasta verðtryggða vexti:

  • Íbúðalán I (70%) veðhlutfall) allt að 30 ár
  • Íbúðalán II (70% og hærra veðhlutfall) allt að 20 ár

Lánsfjárhæð og veðhlutfall

Íbúðalánum getur verið skipt í tvö lán eftir veðsetningarhlutfalli eignar.

Á Íbúðalán I er gerð krafa um 1. veðrétt og hámarksveðhlutfall er 70% af fasteignamati eða markaðsverði eignar þ.e. því sem lægra reynist.

Íbúðalán II er lán veitt frá 70% veðsetningu. Þar er í boði t.d styttra verðtryggt lán.

Kaup á fasteign: Íbúðalán II fer á 2. veðrétt á eftir Íbúðaláni I og hámarksveðhlutfall er 80% m.v. kaupsamning (85% ef fyrstu kaup).

Endurfjármögnun: Íbúðalán II fer á 2. veðrétt á eftir Íbúðaláni I og hámarksveðhlutfall er 80% m.v. fasteignamat.

Ef lánsfjárhæð er hærri en 50mkr. áskilur bankinn sér rétt til að gera auknar kröfur vegna lánveitingar.

Kostnaður

  • Lántökugjald er skv. verðskrá
  • Þinglýsingargjald er skv. verðskrá Sýslumannsembættis
  • Önnur gjöld vegna lántöku, t.d. greiðslumat og skjalagerð, eru skv. verðskrá hverju sinni

Uppgreiðslugjald

Lán með föstum vöxtum geta verið með uppgreiðslugjald á fastvaxtatímabili.

Ekki þarf að greiða uppgreiðslugjald þegar eftirfarandi á við:

  • Vextir á sambærilegum íbúðalánum með föstum vöxtum, sem bankinn býður á þeim tíma, eru jafnháir eða hærri en vextirnir á láninu sem greiða á upp.
  • Minna en eitt ár er eftir af fyrri fastvaxtatímabili og út lánstíma eftir það.
  • Greiðslur nema lægri fjárhæð en 1.000.000 kr. á hverju almanaksári.

Greiða þarf uppgreiðslugjald þegar eftirfarandi á við:

  • Lán er greitt upp á því tímabili sem lánið er á föstum vöxtum og vextir á sambærilegum lánum með föstum vöxtum, sem bankinn býður á þeim tíma, eru lægri en vextirnir á láninu sem greiða á upp.

Uppgreiðslugjald reiknast samkvæmt eftirfarandi forsendum:

  • Uppgreiðslugjald má ekki fara yfir 0,2% af fjárhæð endurgreiðslu fyrir hvert heilt ár sem eftir stendur af binditíma vaxta fasteignaláns, þó aldrei hærri fjárhæð en nemur kostnaði bankans af endurgreiðslunni eða 1% af endurgreiðslu.
  • Uppgreiðslugjaldið byggist á hlutlægum grunni vegna kostnaðar sem bankinn verður fyrir og tengist beint greiðslu af láninu sem gerð er fyrir umsaminn gjalddaga.

Nánari upplýsingar um uppgreiðslugjald á lánum sem þegar hafa verið veitt er að finna í verðskrá Arion banka, en mismunandi reglur gilda eftir því á hvaða tíma lán var gefið út.

Önnur gjöld eru samkvæmt verðskrá Arion banka á hverjum tíma.

Spurt og svarað

Greinar sem þú gætir haft áhuga á