Einföld skref sem auðvelda þér fyrstu kaupin

Arion banki styður við bakið á þeim sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign. Við vitum að það er að mörgu að huga svo við réttum fram hjálparhönd og leiðum þig í gegnum ferlið, skref fyrir skref frá hugmynd að fyrstu fasteign, frá sparnaði að fyrstu afborgun.

Til að auðvelda þér þín fyrstu fasteignakaup lánum við svo allt að 85% af markaðsvirði og veitum 100% afslátt af lántökugjaldi.

Samkvæmt reglum frá Seðlabanka Íslands má greiðslubyrðarhlutfall, sem er hlutfall af tekjum og fasteignalánum, ekki vera hærra en 35% eða 40% hjá þeim sem eru að kaupa í fyrsta skipti.

Sparnaður

Greiðslumat

Fasteignaleit

Eftir kaup

Sparnaður

Greiðslumat

Fasteignaleit

Lán

Eftir kaup

1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
1

Að eiga fyrir útborgun

Að eiga fyrir útborgun í fasteign er oftast fyrsta varðan sem við komum að. Arion banki býður fyrstu kaupendum allt að 85% lán og því þarf eigið fé að vera 15% af kaupverði eignar. Þessi 15% útborgun er sá hluti sem þú eignast strax og því hærri sem útborgunin er því lægra lán þarftu að taka. Skynsamlegt er að gera einnig ráð fyrir aukakostnaði sem fylgir fasteignakaupum.

En hvernig eignast ég þessi 15%? Reglulegur sparnaður er ein besta leiðin til að ná markmiðum í sparnaði. Fjárhæðin þarf ekki að vera há, en með reglubundnum sparnaði er fjárhæðin fljót að vaxa og margt smátt gerir eitt stórt. Úrval sparnaðarreikninga er fjölbreytt til þess að geta uppfyllt þarfir hvers og eins. Má þar sérstaklega nefna Íbúðasparnað sem er fyrir einstaklinga á aldrinum 15-35 ára.

2

Nýttu þér séreignarsparnaðinn

Hægt er að greiða viðbótarsparnað skattfrjálst inn á húsnæðislán og ef þú ert að kaupa þína fyrstu fasteign áttu möguleika á að nýta viðbótarsparnaðinn til að auðvelda þér kaupin.

Viðbótarsparnaður Arion er einföld og snjöll leið til að létta sér íbúðarkaupin. Inn á vef RSK má finna leiðbeinandi heimildir til ráðstöfunar á séreignarsparnaði.

3

Úrræði fyrir fyrstu kaupendur

Fyrstu fasteignakaup geta oft reynst erfið og býður því Arion banki fyrstu kaupendum upp á lán sem er allt að 85% af hlutfalli af markaðsvirði eignar. Einnig býður bankinn 100% afslátt af lántökugjöldum íbúðarlána.

Stimpilgjald greiðist af skjölum sem varða eignayfirfærslu en eru lægri en almennt gerist við fyrstu kaup á fasteign. Eins og kom fram í skrefi tvö þá býðst fyrstu kaupendum einnig að nýta viðbótarsparnaðinn sinn til útborgunar skattfrjálst.

4

Bráðabirgðagreiðslumat

Á vef Arion banka er hægt að áætla greiðslugetu til að greiða af íbúðalánum. Með því að slá inn helstu upplýsingar í reiknivélina eins og tekjur, afborganir af Menntasjóð, skammtímaskulda og rekstur bifreiðar er hægt að áætla kaupverð fasteignar útfrá greiðslugetu á íbúðalánum og niðurstöðu fullgilds greiðslumats.

5

Fundur með fjármálaráðgjafa

Fasteignakaup geta verið ein af stærstu skuldbindingum á lífsleiðinni. Það er því mikilvægt að vera búin að kynna sér þá kosti sem í boði eru og skoða dæmið til enda. Vottaðir fjármálaráðgjafar Arion banka geta svarað þínum spurningum og mælum við því með, þegar hingað er komið, að bóka fund með einum slíkum.

Hægt er að bóka fund á vef Arion banka með fjármálaráðgjafa sem hefur lokið vottuðu námi í fjármálaráðgjöf.

6

Íbúðalán í boði

Arion banki býður upp á fjölbreyttar leiðir við fjármögnun íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Á vef Arion banka er hægt að nálgast fræðslumyndbönd um hinar ýmsu tegundir lána ásamt því að setja upp dæmið í reiknivél.

Hlutdeildarlán standa til boða fyrir einstaklinga sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign en einnig fyrir þá sem hafa ekki átt húsnæði síðastliðin 5 ár. Nánar um hlutdeildarlánin má finna á hlutdeildarlan.is

7

Fasteignaleit

Það er mikilvægt að undirbúa íbúðarkaup vel og vandlega. Það er að mörgu að huga í fasteignaleit, hvar vil ég búa, hvaða þjónusta er í nágrenninu o.fl. Íbúðarkaup er stærsta fjárfesting flestra og því mikilvægt að kaupendur skoði fasteignir vel, spyrji út í ástand eignar svo sem lagnir, skólp, dren, glugga, veggi og þak.

Einnig gæti verið gott að gera fyrirvara um ástandsskoðun eignar í kauptilboði og fá fagaðila til að taka eignina út. Fasteignasalar hafa þekkingu á lögum og reglugerðum sem varðar fasteignaviðskipti og þeirra hlutverk er að þjónusta okkur við þann hluta.

Atriði sem gott er að hafa í huga við íbúðakaup
Gátlisti - skoðun fasteignar

8

Kauptilboð

Í þessu skrefi er komið að því að gera kauptilboð. Nú þarf að meta hvað þú ert tilbúin til að borga fyrir eignina. Athugaðu að tilboð er bindandi samningur fyrir kaupanda. Hafa þarf í huga að setja fyrirvara inn í tilboðið um fjármögnun, ef þess þarf.

Þegar kauptilboð eru gerð getur farið svo að seljandi geri gagntilboð ef þitt tilboð er ekki langt frá ásettu verði. Ef gagntilboðið fer fram úr þinni kostnaðaráætlun getur þú þá auðveldlega hafnað því eða gert nýtt kauptilboð. Í kauptilboði er gott að hafa fyrirvara um ástandsskoðun.

Ef tilboðið er samþykkt liggur leið þín í fjármögnunarferlið. Þú ferð þá með kauptilboðið í bankann og ferð í gegnum greiðslumat. Fasteignasalar geta svarað þínum helstu spurningum varðandi kauptilboðsgerð.

9

Greiðslumat og sótt um lán

Það er einfalt að fara í gegnum greiðslumat og sækja um íbúðarlán rafrænt gegnum vef Arion banka. Þegar því er lokið hefur fjármálaráðgjafi okkar samband við þig og fer yfir stöðuna.

10

Lánaskjöl og umsýsla

Þegar niðurstaða liggur fyrir eru útbúin lánaskjöl hjá Arion banka. Það ferli tekur yfirleitt um 3-7 daga og er haft samband við lántaka með tölvupósti þegar skjöl eru tilbúin. Oftast eru fylgigögn undirrituð með rafrænum hætti og frumrit af lánaskjali undirritað hjá fasteignasala. Lánaskjöl eru send til sýslumanns til þinglýsingar en hægt er að nálgast upplýsingar um biðtíma eftir skjölum á vefnum. Þegar lánum hefur verið þinglýst skilar fasteignasalin þeim til bankans sem kaupir lánin og gengur frá andvirði lána samkvæmt áætlaðri ráðstöfun eða skilyrtu veðleyfi.

11

Notkun viðbótarsparnaðar

Þegar kaupsamningi hefur verið þinglýst er hægt að sækja um að nota viðbótarsparnaðinn annað hvort til útborgunar eða innborgunar á höfuðstól íbúðarlánsins, skattfrjálst. Einföld umsóknin er gerð gegnum vefinn skatturinn.is. Þetta ferli getur tekið 8-12 vikur og getur Arion banki brúað bilið á meðan á biðtímanum stendur með viðbótarláni.

12

Tryggingar

Óhöpp og slys gera ekki boð á undan sér og þegar um dýra fasteign er ræða er mikilvægt að vera við öllu búin. Skylda er fyrir húseigendur að vera tryggðir fyrir bruna en einnig er mælt með að húseigendur séu með tryggingu sem tekur til óvæntra áfalla eða óhappa á borð við leka, óveður eða innbrot. Arion banki býður fyrstu kaupendum 50% afslátt fyrsta árið af íbúðalífstryggingu ef brunatrygging er tekin hjá Verði. Hægt er að fá tilboð í heimilistryggingar í gegnum Arion appið en þar er einnig hægt að nálgast frekari upplýsingar um fasteignatryggingar. Nánari upplýsingar um tryggingar er að finna á vef Varðar.

13

Greiðslur af lánum

Fyrsti gjalddagi er tilgreindur á lánaskjalinu en þá má búast við að fyrsta greiðslan sé hærri en framtíðargreiðslur vegna lengra vaxtatímabils í upphafi. Mælt er með að setja lán í beingreiðslur út af veltureikningi til þess að spara kostnað og passa upp á að reikningur greiðist á réttum tíma. Einnig er hægt að setja fleiri reikninga í beingreiðslur sem tilheyra fasteign eins og fasteignagjöld, rafmagn og fleira. Allt er þetta gert gegnum netbanka Arion banka eða appið. Upplýsingar um lánið eru einnig aðgengilegar í appinu og í netbanka Arion banka.

14

Til hamingju með fasteignina!

Arion banki óskar fyrstu kaupendum til hamingju og hvetur viðskiptavini til að hafa samband til að fá ráðgjöf um vörur eða aðra þjónustu sem að gæti auðveldað íbúðareigendum lífið.

Hversu miklu þarft
þú að safna fyrir útborgun?

Þú þarft að safna
/mán
Innborgað
Ávöxtun
Áætlaðir vextir

Niðurstaða

Þú þarft að spara á mánuði í til að eignast .

Settu þér markmið í appinu

Reglulegur sparnaður er ein besta leiðin til að ná markmiðum í sparnaði. Fjárhæðin þarf ekki að vera há, en með reglubundnum sparnaði er fjárhæðin fljót að vaxa og margt smátt gerir eitt stórt. Þú getur sett þér sparnaðarmarkmið í appinu.

Úrval sparnaðarreikninga er fjölbreytt til þess að geta uppfyllt þarfir hvers og eins. Skoðaðu úrvalið og finndu þann reikning sem hentar þér.

Setja sparnaðarmarkmið í appinu

Sparnaðarreikningar í boði

Fyrstu íbúðakaup

Þeim sem eru að kaupa fyrstu fasteign stendur einnig til boða að sækja um Hlutdeildarlán hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Hægt er að kynna sér þau lán á síðunni hlutdeildarlan.is.

Með viðbótarlífeyrissparnaði Arion banka getur þú svo nýtt þér allt að 500 þúsund krónur á ári til þess að greiða lánið þitt hraðar niður. Hjón geta nýtt allt að 750 þúsund krónur á ári skattfrjálst.

Nánar um viðbótarlífeyrissparnað
Nánari upplýsingar um úrræði vegna fyrstu íbúðarkaupa má lesa á vef RSK