Þú getur sent íbúðalánið
í leyfi

Ef þú ert með íbúðalán hjá okkur þá getur þú fengið frí frá greiðslu lánsins. Sækja þarf um tveimur dögum fyrir mánaðarmótin til að fá frí frá greiðslu næstu mánaðamót á eftir.

Leyfi íbúðalána

Þú getur sótt um frí frá greiðslu lánsins einu sinni á ári. Athugaðu að vextir og verðbætur reiknast þó áfram og leggjast við höfuðstólinn í stað þess að greiðast. Það mun leiða til hærri afborgunar þegar greiðslur hefjast að nýju þar sem lánstími lengist ekki.

Innheimt er afgreiðslugjald kr. 9.995 fyrir hvert lán sem leggst ofan á næstu afborgun lánsins. Við vinnslu skilmálabreytinga þarf bankinn að taka út veðbókarvottorð eignarinnar. Veðbókarvottorð er sótt með rafrænum hætti til sýslumannsembættis og er kostnaður við það innifalinn í afgreiðslugjaldinu.

Hvenær sæki ég um?

Sækja þarf um í síðasta lagi tveimur dögum fyrir mánaðarmótin sem þú vilt taka frí frá greiðslu lánsins. Skjöl verða send á umsækjanda til rafrænnar undirritunar. Umsækjandi þarf að undirrita skjölin rafrænt fyrir 1. dag næsta mánaðar.

Umsóknin tekur til allra íbúðalána sem umsækjandi er með og staðfestir umsækjandi með undirritun sinni hvaða lán eiga að falla undir greiðslufríið.

Við hvetjum þig til þess að hafa samband á arionbanki@arionbanki.is eða í gegnum netspjall ef spurningar vakna.

Þú sækir um hér fyrir neðan.

Umsókn um leyfi íbúðalána