Sjálfbær framtíð
Við viljum öll leggja okkar af mörkum fyrir framtíðina og allt skiptir máli.
Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru ein stærsta áskorun sem við stöndum frammi fyrir og það hvernig við stýrum fjármagni getur haft afgerandi áhrif á framgang mála.
.jpg)
Grænn vöxtur
Grænn vöxtur er sparnaðarreikningur sem er hugsaður fyrir einstaklinga, félagasamtök og fyrirtæki sem vilja leggja sitt af mörkum til umhverfisvænni framtíðar. Reikningurinn er óverðtryggður, óbundinn og því laus til úttektar hvenær sem er.
Eitt meginhlutverk banka er að miðla fjármagni frá þeim sem eiga sparnað til þeirra sem þurfa lán og gegna innlán þar mikilvægu hlutverki. Fjármunum sem safnast inn á Grænan vöxt er ráðstafað til vistvænna verkefna í samræmi við sjálfbæra fjármálaumgjörð Arion banka.
Áhrifagreining fyrir grænan vöxt
Það veitir innblástur og hvatningu til að gera stöðugt betur að sjá hversu jákvæð áhrif það hefur á umhverfið að lána til grænna verkefna.
Með grænum innlánum Arion banka, Grænum vexti, leggja viðskiptavinir svo sannarlega sitt af mörkum til framtíðar.
Saman látum við góða hluti gerast.