Að stofna fyrirtæki

Ertu að hugsa um að stofna fyrirtæki? Að mörgu þarf að huga og því höfum við sett saman nokkur atriði sem vert er að hugsa fyrir.

Rekstrarform

 • Byrja í hlutastarfi við að þróa eigin hugmynd
 • Einstaklingsfyrirtæki/firma
 • Hlutafélag/einkahlutafélag
 • Samvinnufélag
 • Sameignarfélag

Stofna fyrirtæki

 • Stofnaðu fyrirtækið hjá Fyrirtækjaskrá RSK.
 • Veldu banka. Arion banki býður upp á fyrirtækjapakka fyrir nýstofnuð fyrirtæki sem ráðgjafar okkar veita upplýsingar um. 

Hvernig sannreyni ég viðskiptahugmyndina?

 • Er hugmyndin lífvænleg? Byrjaðu á að átta þig á helstu kostnaðarliðum m.t.t. væntra tekna. Er fólk tilbúið til að borga fyrir vöruna/þjónustuna og þá nægilega mikið?
 • Er þörf fyrir það sem þú ætlar að selja? Áttaðu þig á helstu markhópum og gerðu einfalda markaðsrannsókn.
 • Hefur þú efni á að hefja reksturinn eða þarftu utanaðkomandi fjármögnun?
 • Lærðu að þekkja samkeppnisaðilana.
 • Skrifaðu niður a.m.k. þrjá einstaka sölupunkta um vöruna. Hugsaðu um af hverju viðskiptavinir ættu frekar að kaupa þína vöru en af samkeppnisaðilum.

Tól og tæki Lean Canvas  

 • Áttaðu þig á hverjir helstu birgjar og dreifingaraðilar eru til þess að fá gleggri mynd af kostnaði og tíma sem það tekur að afla aðfanga.
 • Áttaðu þig á hvað viðskiptavinir eru tilbúnir að borga fyrir vöruna og hvert tekjulíkan fyrirtækisins er.
 • Dreifileiðir – Hvernig ætlar þú að koma vörunni eða þjónustunni á framfæri við viðskiptavini?
 • Reyndu markvisst að selja vöruna til smærri markhópa í upphafi. Þannig færðu strax viðbrögð frá væntanlegum kaupendum og getur aðlagað vöruna fljótt að endanlegum markhópi.

Gerðu viðskiptaáætlun

Markmiðið með að skrifa hugmyndina niður er ekki að búa til langloku heldur að forma hugmyndina betur fyrir sjálfum/sjálfri þér og öðrum.

Business Model Canvas
Lean Canvas
Viðskipta- og rekstraráætlun frá Nýsköpunarmiðstöð

Hvernig fjármagna ég reksturinn?

Til þess eru margar leiðir en þær algengustu eru eftirfarandi á fyrstu skrefum rekstrar:

 • Eigin sparnaður: Gerðu upp við þig hversu mikið af þínum sparnaði þú getur séð af í nýju viðskiptahugmyndina.
 • Fjölskylda og vinir: Þeir sem standa manni næst eru yfirleitt þeir sem hafa mesta trú á manni. Fjármagn frá fjölskyldu og vinum getur verið dýrmætt á fyrstu stigum.
 • Styrkir: Margs konar styrkir eru í boði á Íslandi.
 • Startup Reykjavík - Arion banki veitir ekki styrki til frumkvöðla en vinnur gjarnan með þeim á viðskiptaforsendum. Í Startup Reykjavík fá frumkvöðlar hlutafé frá Arion banka og leiðsögn frá fjölda einstaklinga úr íslensku athafnalífi.
 • Viðskiptaenglar: Fjármagn frá einstaklingum sem hafa vilju og getu til þess að fjárfesta eða lána fyrirtækjum sem eru að stíga sín fyrstu skref.
 • Nýtt hlutafé: Getur komið frá viðskiptaenglum eða fagfjárfestum, en þó yfirleitt ekki fyrr en búið er að sannreyna viðskiptahugmyndina að einhverju marki.
 • Hefðbundin bankafjármögnun: Fjármálastofnanir lána almennt ekki fyrirtækjum sem hafa ekki stöðugt sjóðstreymi. Um leið og reksturinn ber sig, þ.e. hefur jákvætt sjóðstreymi, er rétti tíminn til að skoða mögulega lánafyrirgreiðslu ef sú þörf er fyrir hendi.
 • Startup Energy ReykjavíkÍ gegnum Startup Energy Reykjavík fjárfestir bankinn ásamt samstarfsaðilum í sprotafyrirtækjum sem tengjast orkugeiranum með einum eða öðrum hætti.

Aflaðu þér þekkingar og stuðnings

 • Lestu bækur sem tengjast þínu fagi eða geira.
 • Farðu á námskeið eða finndu þjálfun sem hentar þér.
 • Efldu tengslanetið með því að sækja ólíka viðburði. Að finna öflugan mentor (ráðgjafa) er önnur leið sem nýtist vel. Við mælum líka með að fylgjast með Hugmyndaráðuneytinu og Facebook hópnum Íslenskir frumkvöðlar.
 • Vefsíðan Quora er góð gagnaveita um ýmiss konar málefni sem tengjast frumkvöðlum.

 Að velja rétt fólk með sér

 • Fáðu þér endurskoðanda ef þú ert ekki með hann nú þegar.
 • Að meta styrkleika sína og viðurkenna veikleika hjálpar þér að sjá hvaða aðra eiginleika þú þarfnast til að láta hugmyndina verða að veruleika. Aðstoð við ráðningar er svo að fá víða.
 • Stuðningur fjölskyldu og vina er mikilvægur og skal ekki vanmeta hann.
 • Styrktu tengslanetið með því að taka þátt í umræðum á netinu eða með þátttöku á fagviðburðum.

 Setja upp heimasíðu

 • Velja og kaupa lén fyrir vefsíðuna.
 • Ýmiss konar hugbúnaður er í boði til að setja upp heimasíður á eigin vegum. Þjónustuaðilar á Íslandi eru einnig margir.
 • Hannaðu síðuna með tilliti til leitarvélabestunar eða SEO (Search Engine Optimization). Að lenda ofarlega í leit fólks að ákveðinni vöru eða þjónustu getur skipt miklu máli.

 Birgjar og dreifingaraðilar

 • Komdu á sambandi við þá birgja og/eða dreifingaraðila sem þú treystir best. Hafðu þó plan til vara ef þeir aðilar skyldu bregðast með einum eða öðrum hætti.
 •  Leitaðu leiða til að útvega greiðslufrest hjá birgjum.
 • Prófaðu þína eigin virðiskeðju og dreifileiðir með því að velja lítinn hóp í upphafi. Betra er að mistökin komi fram áður en fyrirtækið er komið á fulla ferð.
 • Ræddu við birgja og dreifingaraðila um getu þeirra til að auka við sig ef þú ráðgerir hraðan vöxt.

Verkfærakista

Á vefnum er mikill fjöldi tóla og tækja sem nýtast frumkvöðlum. Á vefsíðu Nýsköpunarmiðstöðvar eru gagnlegar upplýsingar á íslensku. Þar má nefna rekstrarlíkön, viðskiptaáætlanir, samninga og ýmis skjöl vegna stofnunar fyrirtækja.

Vefurinn Quora býr yfir miklum upplýsingum um ólík málefni sem tengjast fyrirtækjarekstri og þá einkum fyrir frumkvöðla, ung og óstofnuð fyrirtæki. Þar má t.d. nefna hluthafasamkomulag, viðskiptalíkön og veftól. Notendur Quora hafa til dæmis tekið saman dæmi um bestu greiningar- og hjálpartæki fyrir frumkvöðla að þeirra mati.