Frumkvöðlar og nýsköpun

Við álítum að aukin verðmæta- og
fyrirtækjasköpun sé gríðarlega mikilvæg fyrir íslenskt samfélag.

Við styðjum við nýsköpun og frumkvöðla

Ein leið til að auka við slíka sköpun er að aðstoða frumkvöðla við að stofna fyrirtæki, veita þeim aðgengi að fjármagni með einum eða öðrum hætti og styðja fyrirtæki í rekstri til frekari vöruþróunar. Í dag vinnum við markvisst með og fyrir frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtæki, sem og fjárfesta.

Okkar stuðningur felst í að:

  • Fjárfesta beint í sprotafyrirtækjum í gegnum Startup Reykjavík í samvinnu við Icelandic Startups og í orkutengdum geirum í gegnum Startup Energy Reykjavík
  • Búa yfir teymi sem sérhæfir sig í frumkvöðla- og nýsköpunarmálum
  • Standa fyrir og halda viðburði sem tengjast nýsköpun
Við höfum trú á sambandi við frumkvöðla á viðskiptaforsendum. Það þýðir að bankinn mun ekki veita styrki til frumkvöðla en með beinni fjárfestingu í óstofnuðum fyrirtækjum í gegnum Startup Reykjavík og Startup Energy Reykjavik leggur bankinn sín lóð á vogarskálar þess að skapa heilbrigðara umhverfi fyrir frumkvöðla á Íslandi.

Stuðningsumhverfi

Við fyrstu sýn getur frumkvöðlaumhverfið á Íslandi virst flókið. Fyrir þá sem eru á sínum fyrstu skrefum með að koma hugmynd sinni í framkvæmd getur verið erfitt að átta sig á hlutverki ólíkra aðila og við hvern á að ræða vegna mismunandi þátta. Við höfum því tekið saman gróft yfirlit af umhverfinu eins og það blasir við okkur. Frumkvöðlaumhverfið tekur sífelldum breytingum og efnið því ekki tæmandi. 

Upplýsingar um stuðningsumhverfið

Startup Reykjavík

Markmið Startup Reykjavík er að skapa umgjörð þar sem athafnafólk nýtur ráðgjafar og leiðsagnar reynslumikilla aðila í þeim tilgangi að ýta úr vör nýjum viðskiptatækifærum.

Meira um Startup Reykjavík

Startup Energy Reykjavík (SER)

Er viðskiptasmiðja sem byggir á sömu hugmyndafræði og Startup Reykjavík, þó með þeim mun að eingöngu er einblínt á verkefni og fyrirtæki í orkutengdum iðnaði og þjónustu.

Nánari um Startup Energy Reykjavík

Að stofna fyrirtæki

Ertu að hugsa um að stofna fyrirtæki? Að mörgu þarf að huga og því höfum við sett saman nokkur atriði sem vert er að hugsa fyrir.

Góð ráð