Myndin lýsir landslagi fjárfesta á Íslandi í grófum dráttum. Líkt og í frumkvöðlaumhverfinu, tekur landslag og stuðningur fjárfesta sífelldum breytingum og skal því myndin ekki skoðast sem tæmandi, heldur einungis sem viðmið. Hið sama gildir um nákvæmlega á hvaða stigum hvert og eitt fyrirtæki eða sjóður fjárfestir í.

Við fyrstu sýn getur frumkvöðlaumhverfið á Íslandi virst flókið. Fyrir þá sem eru á sínum fyrstu skrefum með að koma hugmynd sinni í framkvæmd getur verið erfitt að átta sig á hlutverki ólíkra aðila og við hvern á að ræða vegna mismunandi þátta. Við höfum því tekið saman gróft yfirlit af umhverfinu eins og það blasir við okkur. Frumkvöðlaumhverfið tekur sífelldum breytingum og skal myndin því ekki skoðast sem tæmandi.

 

Í samanburði við nágrannalönd okkar, er stuðningsumhverfi við frumkvöðla á Íslandi bærilegt. Íslenskt sprota- og frumkvöðlaumhverfi frá sjónarhóli aðgangs að fjármagni er hins vegar að mörgu leyti ekki jafn þroskað og í þeim samfélögum sem við viljum bera okkur saman við.

Myndin hér að neðan er gjarnan kölluð J-kúrva fyrirtækja og lýsir því ferli sem fyrirtæki fara í gegnum ákveðin þroskastig og hvernig þau eru gjarnan fjármögnuð. Undir flipanum Fjárfestar má sjá almennt landslag fjárfesta og hvað þeir fjárfesta eftir þroskastígi fyrirtækja.

 

Myndin hér að neðan lýsir betur því hvað fyrirtæki á fyrstu stigum fara í gegnum og hvað almennu verkefni bíða þeirra.