Konur fjárfestum- Egilsstaðir

Hittumst á Berjaya Hótel Héraði, Miðvangi 1-7, Egilsstöðum og tökum létt spjall um fjármál og fjárfestingar, hvernig þú stofnar fyrirtæki og mikilvægi þess að vera rétt tryggður.

Dagskrá:

Snædís Ögn Flosadóttir segir okkur stuttlega frá átaksverkefni Arion banka, Konur fjárfestum. Hún leiða okkur síðan í gegnum grunninn að fjármálum og fjárfestingum, lykilhugtök og hvernig byrja á að fjárfesta í sjóðum, hlutabréfum og skuldabréfum.

Helga Sigurrós Valgeirsdóttir fer yfir praktísku málin um hvernig þú stofnar fyrirtæki.

Að lokum fer Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, forstjóri Varðar, yfir af hverju það er mikilvægt að vera rétt tryggður.

Fyrirlesturinn er um klukkustund, spjall, spurningar og léttar veitingar í kjölfarið.

Skráning

Hvetjum vinkonur til að mæta saman, eiga góða kvöldstund og halda umræðunni áfram að loknum fyrirlestri.

Hvar: Berjaya Hótel Hérað
Hvenær: 30. október kl. 18:00

Að lokum, viltu svara spurningunni hér fyrir neðan í tölustöfum svo við vitum að þú sért ekki vélmenni? :)

Skráðar munu fá senda tölvupósta sem tengjast skráningu á viðburðinn.