Óverðtryggð lán

Óverðtryggð lán henta þeim sem vilja hraðari eignamyndum og forðast uppsöfnun verðbóta á höfuðstól.

Óverðtryggð lán hækka ekki með verðbólgu. Lánin eru til allt að 40 ára og er lánað fyrir allt að 80% af markaðsvirði eignar. 

Fastir eða breytilegir vextir

Óverðtryggð íbúðalán geta verið með breytilegum vöxtum eða föstum vöxtum í 3 ár.

Breytilegir vextir hækka og lækka eftir því sem aðstæður á markaði breytast. Þannig geta breytilegir vextir hækkað og lækkað í takt við markaði og efnahagsástand.

Fastir vextir tryggja lántaka fyrir vaxtasveiflum og getur það bæði haft kosti og galla. Þegar vaxtastig hækkar er kostur að hafa fasta vexti en þegar vaxtastig lækkar, þá missir lántakandi af slíkri lækkun.

Sækja um íbúðalán vegna fasteignakaupa   Sækja um endurfjármögnun 

Greiðslumat  Reikna lán   Óska eftir ráðgjöf

Lánstími

Íbúðalán I er til allt að 40 ára. Lánstími á íbúðaláni II er 5-40 ár og boðið er upp á jafnar afborganir og jafnar greiðslur.

Lánsfjárhæð og veðhlutfall

Íbúðalánum getur verið skipt í tvö lán eftir veðsetningarhlutfalli eignar.

Á Íbúðaláni I er gerð krafa um 1. veðrétt og hámarksveðhlutfall er 70% af fasteignamati eða markaðsverði eignar þ.e. því sem lægra reynist.

Kaupsamningur: Íbúðalán II fer á 2. veðrétt á eftir Íbúðaláni I og hámarksveðhlutfall er 80%.
Endurfjármögnun: Viðbótaríbúðalán fer á 2. veðrétt á eftir Íbúðaláni I og hámarksveðhlutfall er 80%.

Ef lánsfjárhæð er hærri en 50mkr. áskilur bankinn sér rétt til að gera auknar kröfur vegna lánveitingar.

Kostnaður

  • Lántökugjald er skv. verðskrá
  • Þinglýsingargjald er skv. verðskrá Sýslumannsembættis
  • Önnur gjöld vegna lántöku, t.d. greiðslumat og skjalagerð, eru skv. verðskrá hverju sinni

Uppgreiðslugjald

Það er ekkert uppgreiðslugjald á lánum með breytilegum vöxtum.

Uppgreiðslugjald er á lánum með tímabundnum föstum vöxtum á meðan lán er á föstum vöxtum. Á lánum með föstum vöxtum útgefin 1. nóvember 2013 eða síðar er uppgreiðslugjald að hámarki 1%, með þeirri undantekningu að heimilt er að greiða umframgreiðslur inn á lán allt að 1.000.000 kr. á hverju almanaksári án uppgreiðslugjalds.

Uppgreiðslugjald á fastvaxtalánum útgefnum fyrir 1. nóvember 2013 er allt að 2%.

Spurt og svarað