Eftirlaunasjóður FÍA

Hlutverk sjóðsins er að tryggja sjóðfélögum, mökum þeirra og börnum lífeyri.

Eignastýring Arion banka hefur annast rekstur og eignastýringu lífeyrissjóðsins frá 2012.

Lífeyrissjóðslán

Til að geta fengið lífeyrissjóðslán hjá EFÍA er skilyrði að sjóðfélagar uppfylli a.m.k. eitt af eftirfarandi skilyrðum:

 • Hafa greitt að lágmarki 6 iðgjöld til sjóðsins á síðastliðnum 12 mánuðum.
 • Hafa greitt samtals 60 iðgjöld til sjóðsins.
 • Þiggja lífeyrisgreiðslur úr sjóðnum.

Hámarkslán er 70 milljónir og lánstími er 5-40 ár, öll lán eru jafnframt án uppgreiðslugjalds. Hámarksveðhlutfall er 65% af annaðhvort kaupverði eða fasteignamat en kaupverð gildir um lán sem tekin eru þegar um fasteignakaup er að ræða en fasteignamat um lán sem tekin eru þegar ekki er um fasteignakaup að ræða.

Hægt er að blanda saman ólíkum lánsformum og ná þannig fram þeirri samsetningu sem best fellur að óskum og greiðslugetu hvers og eins.

Nánari upplýsingar má finna í lánareglum EFÍA.

Reikna lán

EFÍA býður upp á þrjú lánsform.

Verðtryggð lán með breytilegum vöxtum

 • Vextir nú 4,1%
 • Vaxtaendurskoðun á 3ja mánaða fresti

Verðtryggð lán með föstum vöxtum

 • Vextir nú 4,3%
 • Vextir fastir í 5 ár í senn


Óverðtryggð lán með föstum vöxtum

 • Vextir nú 9,50%
 • Vextir fastir í 3 ár í senn

Einfalt lánaferli

Einfalt lánaferli

Einfalt lánaferli

Einfalt lánaferli

Einfalt lánaferli

1
2
3
4
5
1

Greiðslumat

Til að geta valið eign við hæfi er mikilvægt að þekkja eigin greiðslugetu. Greiðslumatið er rafrænt og á aðeins örfáum mínútum færðu niðurstöðu um þína greiðslugetu.

Hefja greiðslumat

Vissir þú að hægt er að nýta viðbótarsparnað skattfrjálst við íbúðakaup? Nánar hér.

2

Sækja um lán

Næsta skref er að fylla út rafræna lánsumsókn EFÍA með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Sækja um lán

3

Rafræn undirritun

Eftir að lánið hefur verið samþykkt þá undirritar þú lánaskjölin og eftir það fara þau til Sýslumanns til þinglýsingar. Þinglýsing tekur að jafnaði um 2-4 vikur.

4

Til hamingju!

Eftir að að lánaskjölum hefur verið þinglýst er lánsfjárhæðinni ráðstafað í samræmi við þínar óskir.

5

Gott að vita

Þú getur fylgst með stöðunni á láninu þínu og greitt inn á það hvenær sem er í Arion appinu.
Ef þú vilt nýta þér skattfrjálst úrræði viðbótarsparnaðar sækir þú um úrræði fyrstu íbúðar hér en almenna úrræðið hér.

Lífeyrissjóðslán

1. Skilyrði lántöku
Sjóðfélagar EFÍA sem uppfylla eitt af eftirfarandi skilyrðum geta fengið lán úr sjóðnum:  

    a) Hafa greitt að lágmarki 6 iðgjöld til sjóðsins á síðast liðnum 12 mánuðum.
    b) Hafa greitt samtals 60 iðgjöld til sjóðsins.
    c) Þiggja lífeyrisgreiðslur úr sjóðnum.

2. Vextir, verðtrygging og afborganir
Sjóðfélögum stendur til boða að taka verðtryggð lán með föstum vöxtum til fimm ára, verðtryggð lán með breytilegum vöxtum eða óverðtryggð lán með föstum vöxtum til þriggja ára eða blöndu af þessum möguleikum. Lánin eru veitt með annað hvort jöfnum greiðslum eða jöfnum afborgunum. Falli lán til sjóðfélaga undir skilgreiningu fasteignaláns tengt erlendum gjaldmiðli stendur honum til boða að taka óverðtryggt lán með föstum vöxtum til þriggja ára.

Vextir nýrra lána og lána með breytilegum vöxtum eru endurskoðaðir á þriggja mánaða fresti, þ.e. í febrúar, maí, ágúst og nóvember. Gildandi vextir eru birtir á heimasíðu sjóðsins.

2.1 Verðtryggð lán:
Við ákvörðun breytilegra vaxta verðtryggðra lána sjóðsins er horft til breytinga á meðalávöxtunarkröfu sértryggðra skuldabréfa með meðallangann líftíma síðustu þrjá almanaksmánuði að viðbættu vaxtaálagi sem stjórn ákveður með hliðsjón af m.a. útlánaáhættu og rekstrarkostnaði sjóðsins. Stjórn áskilur sér rétt til að miða við annað viðmiðunartímabil, sem og að líta til annarra viðmiða eins og vaxta ákvarðaða af Seðlabanka Íslands og ávöxtunarkröfu af ríkisskuldabréfum á markaði.

Fastir vextir verðtryggðra lána til fimm ára eru ákvarðaðir af stjórn sjóðsins. Þegar kemur að endurskoðun vaxta getur lántaki valið hvort hann vill að vextir verði aftur festir í fimm ár eða breytt yfir í önnur lánsform sem bjóðast hjá sjóðnum á þeim tíma. Vextir af verðtryggðum sjóðfélagalánum með föstum vöxtum geta lægst orðið 3,75%.

2.2 Óverðtryggð lán:
Óverðtryggðir vextir lána eru ákvarðaðir af stjórn sjóðsins og bera fasta vexti til þriggja ára í senn. Hinu fyrsta tímabili lýkur þremur árum eftir fyrsta gjaldaga lánsins. Þegar kemur að endurskoðun vaxta getur lántaki valið hvort hann vill að vextir verði aftur festir í þrjú ár eða breytt yfir í önnur lánsform sem bjóðast hjá sjóðnum á þeim tíma.

3. Skuldaraskipti
Verði skuldaraskipti á láninu og nýr skuldari er ekki sjóðfélagi hækka vextir lánsins um 1,0 prósentustig. Undanþegnir þessu skilyrði eru þeir sem fá greiddan makalífeyri úr sjóðnum. 

4. Lánstími, umframgreiðsluheimildir og lántökukostnaður
Lánstími er 5-40 ár og gjalddagar 4-12 á ári. Lántakendur greiða kostnað af greiðslu afborgana skv. verðskrá Arion banka.

Lágmarkslánveiting er 1.000.000 kr. og hámarkslánveiting er 70.000.000 kr.

Lánin eru uppgreiðanleg að hluta eða öllu leyti án kostnaðar hvenær sem er á lánstímanum.

Lántakandi greiðir kostnað við útgáfu skuldabréfs samkvæmt verðskrá Arion banka. Engin lántökugjöld eru vegna nýrra lána sjóðsins en greitt er lántökugjald til samræmis við verðskrá Arion banka vegna endurfjármögnunar á þegar veittum lánum.

Falli sjóðfélagalán undir skilgreiningu fasteignalánalaga nr. 118/2016 um lán tengt erlendum gjaldmiðli skal hann greiða lántökugjald að upphæð 149.000 kr. 

5. Veðhlutfall
Fasteignaveð í íbúðarhúsnæði í eigu skuldara þarf að vera til tryggingar láninu eða íbúðarhúsnæði sem skuldari er að eignast samkvæmt þinglýstum kaupsamningi. Skal veðsetning nema að hámarki 65% af kaupverði samkvæmt kaupsamningi en 65% af fasteignamati þegar ekki er um fasteignakaup að ræða.

Fari lánsfjárhæð yfir 50% veðhlutfall er gerð krafa um að lánum sjóðsins sé þinglýst fremst á veðbók viðkomandi fasteignar. Veðsetning má þó aldrei vera hærri en 100% brunabótamati.

Ef fasteign sem setja á til veðtryggingar láninu er jafnframt að hluta eða öllu leyti í eigu maka sjóðfélaga eða sambúðarmaka, er áskilið að viðkomandi eigandi verði meðlántaki (samskuldari) að umbeðnu láni. Aðrir en maki sjóðfélaga eða sambúðarmaki geta ekki orðið meðlántakendur.

6. Upplýsingar með umsókn
Með umsókninni þurfa að fylgja eftirfarandi upplýsingar um íbúðarhúsnæði:  

 • Nýtt veðbókarvottorð.
 • Afrit af síðustu greiðslukvittunum af þeim lánum sem hvíla fyrir á eigninni.
 • Gögn til grundavallar verðmati fasteignar, s.s afrit af þinglýstum kaupsamningi ef um fasteignakaup er að ræða eða fasteignamat.
 • Húseignir í smíðum þurfa að vera komnar með fokheldisvottorð ásamt smíðatryggingu.
 • Upplýsingar um brunabótamat og fasteignamat.
 • Í tilfelli sjóðfélagalána sem vegna búsetu eða tekna neytenda falla undir skilgreiningu um lán tengd erlendum gjaldmiðli geta bæst við frekari kröfur um gögn. Slíkt er metið hverju sinni.

Ávallt skal meta lánshæfi og framkvæma greiðslumat í samræmi við lög nr. 118/2016 um fasteignalán til neytenda áður en lán er veitt. Lántaki ber kostnað af slíku mati. Komi í ljós að skuldastaða sé með þeim hætti að vafi leiki á greiðsluhæfi lántakanda getur sjóðurinn lækkað umbeðna lánsfjárhæð eða hafnað lánveitingu.

Ákvörðun um lánveitingar er tekin af lánanefnd EFÍA í samræmi við lánareglur og starfsreglur lánanefndar. Umsókn ásamt fylgiskjölum skal skila til útibús Arion banka hf., Borgartúni 19, Reykjavík.

Þrátt fyrir ofangreindar lánareglur áskilur EFÍA sér rétt til að hafna lánsbeiðnum.

Úrræði fyrir sjóðfélaga í greiðsluerfiðleikum

Þau úrræði sem standa sjóðfélögum til boða eru mörg og ólík enda getur staða þeirra verið með ólíkum hætti. Miklu skiptir að sjóðfélagi leiti til sjóðsins áður en mál eru komin í óefni og kynni sér jafnframt þær leiðir sem eru í boði. Markmiðið er ávallt að finna leið sem hentar sjóðfélaga til lengri tíma litið.

Til að bóka fund með ráðgjafa til að skoða stöðuna og greina hvaða úrræði hentar best má fylla út form hér.

Skoða má áhrif lengri/skemmri lánstíma og ólíkra lánsforma á mánaðarlega greiðslubyrði í lánareiknivél sjóðsins

Úrræði sem standa sjóðfélögum til boða

 
Endurfjármögnun lána með það að markmiði að lækka mánaðarlega greiðslubyrði

 • Með því að breyta lánsformi má í mörgum tilfellum lækka greiðslubyrði verulega.
 • Breyting úr óverðtryggðu láni í verðtryggt, lenging lánstíma og breyting úr jöfnum greiðslum í jafnar afborganir eru dæmi um breytingar á lánsformi.
 • Óskað er eftir endurfjármögnun með lánsumsókn undir flipanum Eyðublöð á forsíðu. 

Skilmálabreyting og lenging lána

 • Lánstími lengdur.
 • Breytt úr jöfnum greiðslum í jafnar afborganir.
 • Greiðslubyrði eftir breytingu verði viðráðanleg til lengri tíma litið.
 • Bóka þarf tíma í ráðgjöf/símtal vegna þessa úrræðis hér.
 

Við mælum alltaf með því að sjóðfélagi bóki sér tíma í ráðgjöf áður en ákvörðun um greiðsluerfiðleikaúrræði er tekin. Í eftirfarandi tilfellum er þó lögð sérstök áhersla á það að sjóðfélagi bóki sér tíma áður en umsókn um einhver af ofantöldum úrræðum er skilað inn.

 • Veðhlutfall láns hjá EFÍA er komið yfir 75%
 • Sjóðfélagi hefur nýtt 3 mánaða greiðsluhlé í þrígang og þarf frekari úrræði
 • Lán sjóðfélaga hjá EFÍA hvílir ekki á 1. veðrétti
 • Um er að ræða lánsveð *
 • Lán er komið í vanskil

 
* EFÍA veitir ekki lánsveð í dag en slíkt tíðkaðist á árum áður og því getur verið um eldri slík mál að ræða.

Eftirlaunasjóður FÍA
Borgartúni 19, 105 Reykjavík
Kennitala: 650376-0809
Reikningur: 0329-26-007171
Lífeyrissjóðsnúmer: 180
Þjónusta
Símatími kl. 10-15
efia@arionbanki.is
Sími sjóðfélaga: 444-8960
Sími launagreiðenda: 444-6500