Eftirlaunasjóður FÍA

Hlutverk sjóðsins er að tryggja sjóðfélögum, mökum þeirra og börnum lífeyri.

Eignastýring Arion banka hefur annast rekstur og eignastýringu lífeyrissjóðsins frá 2012.

Útgreiðslur

Mínar síður - sjóðfélagavefur

Á Mínum síðum getur þú fylgst með lífeyrissparnaði þínum, sótt um útgreiðslu og fleira. 

Þú getur skráð þig inn á Mínar síður með rafrænum skilríkjum. Einnig hefur þú aðgang að Mínum síðum í gegnum Netbanka Arion banka undir flipanum „Lífeyrissparnaður“. 

Opna Mínar Síður 

Greiðsluupplýsingar

  • Lífeyrir er greiddur út mánaðarlega, eftir á, á síðasta virka degi hvers mánaðar
  • Lífeyrisréttindi eru verðtryggð
  • Afgreiðsla lífeyrisumsókna tekur að jafnaði 4 til 8 vikur
  • Afgreiðsla örorkulífeyrisumsókna tekur almennt lengri tíma

Tekjuskattur er greiddur af öllum útgreiðslum. EFÍA sér um að standa skil á staðgreiðslu til ríkisins. Nánar á vefsíðu RSK.

Mælt er með að leita ráðgjafar hjá Tryggingastofnun vegna mögulegra áhrifa sem útgreiðslur lífeyrissparnaðar geta haft á greiðslur frá TR. Nánar á vefsíðu TR. 

Útgreiðslureglur

Eftirlaun

Útgreiðslur eftirlauna hefjast almennt við 65 ára aldur og standa til æviloka. Heimilt er að flýta töku eftirlauna til 60 ára aldurs og að sama skapi má fresta töku eftirlauna til 80 ára aldurs. Flýting/frestun hefur áhrif til lækkunar/hækkunar á áætluðum eftirlaunagreiðslum skv. samþykktum sjóðsins.

Umsókn um eftirlaun

Makalífeyrir

Maki sjóðfélaga á rétt á ævilöngum makalífeyri úr sjóðnum hafi sjóðfélagi greitt síðast til sjóðsins og í a.m.k. 24 mánuði.

Upphæð makalífeyris annaðhvort 48% af óskiptum ellilífeyrisréttindum eða 64% af örorkulífeyrisréttindum sjóðfélaga við andlát. Miðað er við það hlutfall sem veitir hærri makalífeyri.

Réttur til makalífeyris fellur niður ef makinn gengur í hjónaband á ný, stofnar til sambúðar sem jafna má til hjúskapar, eða stofnar til staðfestrar samvistar, nema kveðið sé á um annað í samþykktum.

Nánari upplýsingar um makalífeyri má finna í kaflanum „Makalífeyrir“ í samþykktum sjóðsins.

Umsókn um maka- og barnalífeyri

Barnalífeyrir

Börn sjóðfélaga eiga rétt á barnalífeyri úr sjóðnum til 20 ára aldurs við andlát eða starfsorkumissi sjóðfélaga að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum:

  • Hafi sjóðfélagi greitt til sjóðsins í a.m.k. 24 mánuði á undangengnum 36 mánuðum fyrir andlát eða 6 mánuði af undanfarandi 12 mánuðum
  • Hafi sjóðfélagi notið elli- eða örorkulífeyri úr sjóðnum við andlát
  • Hafi börn sjóðfélaga verið fædd eða ættleidd fyrir starfsorkumissi sjóðfélaga

Upphæð barnalífeyris er mismunandi eftir því hvort lífeyrinn er greiddur vegna örorku eða andláts sjóðfélaga

  • Ef um örorku sjóðfélaga er að ræða er fullur barnalífeyrir með hverju barni 22.200 kr. á mánuði m.v. janúar 2020. Ef orkutap er minna en 100% skerðist barnalífeyrir í samræmi við örorkuprósentu. Barnalífeyrir fellur niður þegar sjóðfélagi hefur töku ellilífeyris.
  • Ef um andlát sjóðfélaga er að ræða er fullur barnalífeyrir með hverju barni 33.300 kr. á mánuði m.v. janúar 2020. Falli sjóðfélagi og maki hans frá skal greiddur tvöfaldur barnalífeyrir með hverju barni.

Barnalífeyrir greiðist til framfæranda barns til 18 ára aldurs barnsins.

Nánari upplýsingar um barnalífeyri má finna í kaflanum „Barnalífeyrir“ í samþykktum sjóðsins.

Umsókn um maka- og barnalífeyri

Umsókn um örorku- og barnalífeyri

Örorkulífeyrir

Sjóðfélagi sem metinn er með 50% örorku eða meira á rétt á örorkulífeyri úr sjóðnum í samræmi við áunnin réttindi, nema kveðið sé á um annað í samþykktum.

Uppfylli sjóðfélagi eftirfarandi skilyrði á hann einnig rétt á framreikningi á þeim réttindum sem ætla mætti að hann hefði áunnið sér fram til 65 ára aldurs, nema kveðið sé á um annað í samþykktum.

  • Greitt iðgjöld til sjóðsins í a.m.k. þrjú af undanfarandi fjórum almanaksárum
  • Greitt iðgjöld til sjóðsins í a.m.k. sex mánuði á undanfarandi tólf mánuðum.
  • Ekki átt sök á orkutapinu sjálfur t.d. vegna ofnotkunar áfengis, lyfja eða fíkniefni
  • Hafi orðið fyrir tekjuskerðingu af völdum orkutapsins

Örorkulífeyrir er greiddur þar til sjóðfélagi hefur aftur öðlast vinnufærni og er endurmat á örorku í höndum trúnaðarlæknis. Ef orkutap er varanlegt er örorkulífeyrir greiddur fram að töku ellilífeyris. Örorkulífeyrir hefur ekki áhrif til skerðingar á ellilífeyrisréttindum.

Nánari upplýsingar um örorkulífeyri má finna í kaflanum „Örorkulífeyrir“ í samþykktum sjóðsins.

Umsókn um örorku- og barnalífeyri

Skipting lífeyrisréttinda

Hægt er að gera samkomulag um að skipta ellilífeyrisréttindum með maka/sambúðaraðila og þarf sú skipting að vera gagnkvæm og jöfn. Sjóðfélögum bjóðast þrjár leiðir til skiptinga en þær eru eftirfarandi:

  1. Skipting ellilífeyrisgreiðslna - samkomulag um að núþegar hafnar ellilífeyrisgreiðslur renni að hluta til maka/sambúðaraðila og hluta til sjóðfélaga.
  2. Skipting áunninna réttinda - samkomulag um að uppsöfnuð ellilífeyrisréttindi renni að hluta til að mynda sjálfstæð ellilífeyrisréttindi fyrir maka og skerðast þá réttindi sjóðfélaga sem því nemur.
  3. Skipting framtíðarréttinda - samkomulag um að iðgjald sjóðfélaga renni að hluta til að mynda sjálfstæð réttindi fyrir maka/sambúðaraðila og hluta til að mynda sjálfstæð réttindi fyrir sjóðfélaga.

Nánari upplýsingar og umsóknar eyðublöð um skiptingu ellilífeyrisréttinda má finna inn á vefsvæði Landssamtaka lífeyrissjóða.

Endurgreiðsla iðgjalda til ríkisborgara utan samningsríkja við brottflutning frá Íslandi

Erlendir ríkisborgarar geta, skv. 4. mgr. 19. gr. laga nr. 129/1997, sótt um endurgreiðslu iðgjalda við brottflutning frá Íslandi að því gefnu að það sé ekki bannað skv. milliríkjasamningum sem Ísland er aðili að. Ísland er nú þegar með milliríkjasamninga við yfir þrjátíu ríki sem hér verða nefnd samningsríki þ.e. Bandaríkin og EES ríkin, auk Sviss þ.e. öll EFTA- og ESB ríkin.

  • EFTA ríkin eru Ísland, Noregur, Liechtenstein og Sviss. Vakin er athygli á að Sviss telst hér til samningsríkja þrátt fyrir að vera ekki aðili að EES samningi ESB ríkjanna og hinna EFTA ríkjanna. Sviss telst hér til samningsríkja vegna aðildar sinnar að Vadus samningi EFTA ríkjanna.
  • ESB ríkin eru Austurríki, Belgía, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Króatía, Kýpur (gríski hlutinn), Lettland, Litháen, Lúxemborg, Malta, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Tékkland. Ungverjaland og Þýskaland.

Sjóðfélagi sem er með ríkisborgararétt í samningsríki: ekki er heimilt að endurgreiða honum lífeyrissparnað sinn vegna brottflutnings frá Íslandi. Ef um tvöfalt ríkisfang er að ræða er ekki heimild til endurgreiðslu ef annað er innan samningsríkis. Ríkisföngin þyrftu bæði að vera utan samningsríkja til að endurgreiðsla sé heimil.

Sjóðfélagi sem er ekki með ríkisborgararétt í samningsríki og er ekki að flytja til samningsríkis: heimilt er að endurgreiða honum lífeyrissparnað sinn vegna brottflutnings frá Íslandi. Þá er framlag sjóðfélaga og launagreiðanda endurgreitt með verðbótum, en án vaxta. Greiddur er tekjuskattur við útgreiðslu.

  • Breskir ríkisborgarar vegna BREXIT: sérreglur gilda um breska ríkisborgara sem voru með ríkisborgarrétt í samningsríki til 1. janúar 2021 þ.e. meðan Bretland var enn hluti af ESB. Heimilt er að endurgreiða iðgjöld vegna janúar 2021 og síðar, til breskra ríkisborgara sem flutt hafa til Íslands og hafið störf á Íslandi 1. janúar 2021 eða síðar, sbr. útgöngusamning EFTA ríkjanna við Breta frá 1. janúar 2021.
Reimbursement of nationals of non-contracting states when moving away from Iceland

Pursuant to Article 19 (4) of Act No. 129/1997 foreign nationals can apply for reimbursement of premiums when they move away from Iceland provided that this is not prohibited under international agreements to which Iceland is party. Iceland currently has international agreements with more than 30 countries which here will be called contracting states. The contracting states are the United States and members of the EEA, plus Switzerland, i.e. all EFTA and EU states.

  • The EFTA member states are Iceland, Norway, Liechtenstein and Switzerland. Please note that Switzerland is considered a contracting state despite not being party to the EEA agreement with the EU states and the other EFTA states. Switzerland is considered a contracting state here by virtue of its being a party to the Vaduz convention of the EFTA states.
  • The EU member states are Austria, Belgium, Bulgaria, Croatia, Cyprus (Greek Cypriot administered area), the Czech Republic, Denmark, Estonia, Finland, France, Germany, Greece, Hungary, Ireland, Italy, Latvia, Lithuania, Luxembourg, Malta, the Netherlands, Portugal, Poland, Romania, Slovakia, Slovenia, Spain, and Sweden.

A fund member who is a national of a contracting state: it is not permitted to reimburse the fund member their pension savings when moving away from Iceland. In the case of dual nationality, it is not permitted to reimburse the fund member if one nationality is a contracting state and the other is not. The nationalities both need to be non-contracting states for reimbursement to be permitted.

A fund member who is not a national of a contracting state and who is not moving to a contracting state: it is possible to reimburse the fund member their pension savings when moving away from Iceland. In such case, the contribution of fund members and employers will be reimbursed with inflation compensation, but without interest. Income tax is payable on payouts.

  • Information for British nationals post Brexit: special rules apply to British nationals who had citizenship in a contracting nation until 1 January 2021, i.e. while the United Kingdom was still a member of the EU. It is permitted to reimburse premiums for January 2021 and later to British citizens who have moved to Iceland and started working in Iceland on 1 January 2021 or later, cf. exit agreement between EFTA nations and the United Kingdom of 1 January 2021.
Eftirlaunasjóður FÍA
Borgartúni 19, 105 Reykjavík
Kennitala: 650376-0809
Reikningur: 0329-26-007171
Lífeyrissjóðsnúmer: 180
Þjónusta
Símatími kl. 10-15
efia@arionbanki.is
Sími sjóðfélaga: 444-8960
Sími launagreiðenda: 444-6500