Velkomin í viðskipti

Öll helstu bankaviðskipti í farsímanum þínum á nokkrum sekúndum.
Arion appið er nú opið öllum.

 

Sækja fyrir iOS  Sækja fyrir Android


Aðeins þrjú einföld skref
í Arion appinu

Þú ert aðeins nokkrum smellum frá því að vera viðskiptavinur Arion banka. Í Arion appinu getur þú stundað öll helstu bankaviðskipti, hvar og hvenær sem er. 

Það tekur aðeins nokkrar mínútur að skrá sig og þú getur gengið frá því hvar sem þér hentar með appinu. Þegar þú stofnar til viðskipta í appinu færðu líka aðgang að netbanka.


1

Þú sækir Arion appið í App store eða Google play eftir því sem við á.

2

Auðkennir þig með rafrænum skilríkjum. Það er hægt að virkja rafræn skilríki í útibúum Arion banka

3

Allt klárt og þú stofnar vöru og þjónustu að vild og samtímis ertu með aðgang að netbankanum og appinu


Stofna til viðskipta í netbanka

Með aðgang að netbankanum getur þú stundað öll helstu bankaviðskipti þín á netinu. Þú ert aðeins nokkrum smellum frá því að vera viðskiptavinur Arion banka, hvort sem er í netbanka eða Arion appinu. 

Það tekur þig aðeins 3 mínútur að stofna netbanka.

Stofna til viðskipta

Vantar þig rafræn skilríki í símann þinn?

Byrjaðu á að athuga hvort SIM kortið þitt uppfylli tæknilegar kröfur rafrænna skilríkja með því að fletta upp símanúmerinu þínu hér fyrir neðan.

Hægt er að nýta rafræn skilríki með flestum tegundum farsíma, aðalmálið er að SIM kortið uppfylli þær tæknilegu kröfur sem til þarf.

 

Ef SIM kortið þitt uppfyllir ekki kröfur rafrænna skilríkja þarftu að hafa samband við þitt símafyrirtæki þar sem þú getur fengið nýtt SIM kort.

Þegar þú ert komin/n með nýtt SIM kort í símann þinn getur þú farið í næsta útibú Arion banka og látið virkja rafrænu skilríkin þín. Mundu eftir að hafa með þér ökuskírteini eða vegabréf.

Virk rafræn skilríki eru forsenda þess að þú getir notað símann til auðkenningar og undirritunar.

Spurt og svarað