Vöxtur - 30 dagar
Vöxtur 30 dagar er frábrugðinn öðrum sparnaðarreikningum bankans að því leyti að binditími reikningsins byrjar að telja þegar úttektarbeiðni er gerð, en ekki þegar lagt er inn á reikninginn. Úttekt fer þannig fram á 31. degi eftir dagsetningu úttektarbeiðninnar. Beri útgreiðsludag upp á dag sem ekki er bankadagur skal útgreiðsla vera næsti bankadagur þar á eftir. Bankadagur í samningi þessum er virkur dagur þegar bankar eru opnir á Íslandi.
Úttekt er framkvæmd í netbanka eða appi eins og um venjulega millifærslu sé að ræða og er millifærð 31 degi síðar.
Eiginleikar:
- Óverðtryggður innlánsreikningur
- Vextir eru breytilegir og fylgja vaxtatöflu bankans
- Þrepaskiptir vextir eftir fjárhæð
- Vextir eru greiddir út mánaðarlega*
- Engin lágmarksinnistæða er á reikningnum
- Úttektarbeiðnir eru gjaldfrjálsar í netbanka
* Hægt er að fá vextina greidda út á annan reikning en Vöxtur 30, en ef annar ráðstöfunarreikningur er ekki valinn leggjast vextir við höfuðstól reikningsins.
Þrepin á reikningnum eru:
Þrep | Vextir |
---|---|
0 - 1 milljón | 6,55% |
1 - 5 milljónir | 6,60% |
5 - 20 milljónir | 6,70% |
20 - 50 milljónir | 6,80% |
>50 milljónir | 7,00% |