Vöxtur - verðtryggður
Verðtryggður sparireikningur er góð lausn fyrir reglulegan sparnað og gefur góða ávöxtun. Hver innborgun er bundin í 36 mánuði að lágmarki. Innborgunarmánuður er ekki talinn með í binditíma. Innborgun losnar fyrsta dag næsta mánaðar að binditíma loknum og er laus í einn mánuð. Að þeim tíma liðnum er innborgunin bundin ótímabundið og þarf að panta úttekt með 3 mánaða fyrirvara.
Ef reikningurinn er í reglulegum mánaðarlegum sparnaði losnar öll fjárhæðin í einu að upphaflegum binditíma loknum og er laus í einn mánuð. Að þeim tíma liðnum binst fjárhæðin ótímabundið og þarf að panta úttekt með 3 mánaða fyrirvara. Innborganir eftir að upphaflegum binditíma lýkur mynda nýtt binditímabil. Hægt að stofna reglulegan sparnað í samráði við Þjónustuver og útibú bankans.
Binditími
Binding | Vextir |
---|---|
36 mánuðir | 0,10% |