Hvað er árangur fyrir Grósku?

Að skapa samfélag
um nýsköpun á Íslandi

Vera Dögg Antonsdóttir - framkvæmdastjóri Grósku

Hugmyndin fyrir hátt í tíu árum var að byggja hús utan um nýsköpun á Íslandi. Verkefnið er ekki að leigja skrifstofurými heldur að skapa hér nýtt samfélag. Þetta er því metnaðarfull framkvæmd. Hér er gott að vera og flæði milli rýma er mikið.

Nú er Gróska risin, smám saman að fyllast af fólki og við sjáum samfélagið okkar myndast dag frá degi. Við viljum að íbúar Grósku tengist háskólum og auðgi háskólasvæðið í heild. Hér er Mýrin frumkvöðlasetur á vegum Vísindagarða, Gróðurhúsið sem býður upp á samnýtt leigurými, mathöll, líkamsræktarstöð, CCP, Íslandsstofa, tölvunarfræði HÍ, auglýsingastofa - allt aðilar sem geta verið stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki en draga líka að sér fólk og auka mannlífið í húsinu.

Verkefnið er ekki að leigja skrifstofurými heldur að skapa nýtt samfélag.

Í Gróðurhúsinu á annarri hæð eru 40 fyrirtæki í dag og verða um 70-80 þegar framkvæmdum lýkur. Þetta eru fyrirtæki sem eru komin með einhverjar tekjur eða með fjármögnun. Í Mýrinni sem er frumkvöðlasetur á vegum Vísindagarða á fyrstu hæð eru hátt í 50 aðilar með léttari aðstöðu ásamt Klak, Auðnu tæknitorg, Snjallræði sem er unnið í samstarfi við MIT, Hönnunarmiðstöð Íslands og fleiri. Ef allir sitja á skrifstofunni sinni eru 700 manns í húsinu og verða um 900 þegar Gróska er fullkláruð.

Eitt af því sem við höfum mikinn metnað fyrir er að nýsköpunarfyrirtækin nái tengingu við háskólasamfélagið og fyrirtæki í rekstri. Þanngi eru fyrirtæki í húsinu byrjuð að eiga samtal við HÍ um að námskrá og hvernig hún getur þjónað þörfum þessa geira enn betur.

Hvert fyrirtæki skapar sinn árangur og sína vegferð.

Okkar verkefni í dag er að vinna með fólkinu í húsinu, aðstoða þau að vaxa og dafna og efla Grósku sem vettvang þar sem fyrirtækin styðja hvort annað, halda viðburði, eiga samskipti sín á milli og deila þekkingu og starfskröftum. Við sjáum því Grósku sem stuðningsnet fyrir frumkvöðla.

En auðvitað skapar hvert fyrirtæki sinn árangur og sína vegferð. Árangur þeirra er undir þeim sjálfum kominn. Fyrirtækin eiga að vaxa og dafna. 13 fyrirtæki hafa tvöfaldað eða þrefaldað starfsemi sína eftir að þau fluttu í Grósku sem er mjög gaman. Þau eiga að verða of stór og sprengja húsnæðið utan af sér. Það hlýtur að vera markmiðið.

Hugmyndin að Grósku var að byggja hús utan um nýsköpun á Íslandi.

Við viljum að íbúar Grósku tengist háskólum og auðgi háskólasvæðið í heild.

Þinn árangur

Árangur getur verið alls konar. Markmið fyrirtækja eru ólík og fjölbreytt, en okkar hlutverk er að hjálpa viðskiptavinum að ná þeim árangri sem þeir stefna að. Þinn árangur er það sem vinna okkar gengur út á alla daga.

Gróska

Hugmyndin fyrir hátt í tíu árum var að byggja hús utan um nýsköpun á Íslandi. Verkefnið er ekki að leigja skrifstofurými heldur að skapa hér nýtt samfélag.

Lesa meira

Rafholt

Rafholt er 20 ára gamalt og hefur árum saman verið eitt stærsta fyrirtæki landsins í rafiðnaðargeiranum.

Lesa meira

Kvistabær

Kvistabær framleiðir trjáplöntur fyrir skógrækt og þjónustar meðal annars fyrirtæki í kolefnisjöfnun, skógræktarfélög og opinberar stofnanir.

Lesa meira

Gróðurhúsið

Gróðurhúsið er hugmyndafræði þar sem við nálgumst hótel-, verslana- og veitingaupplifun á nýjan hátt.

Lesa meira

Te & Kaffi

Markmið okkar er að bjóða viðskiptavinum upp á besta kaffi sem völ er á, á sem umhverfisvænastan hátt. Þar erum við nýlega búin að ná tveimur stórum áföngum. 

Lesa meira

Controlant

Okkar hlutverk hjá Controlant er að hjálpa alþjóðlegum lyfjafyrirtækjum að koma sínum lyfjum/vörum á réttan stað og í réttu ástandi.

Lesa meira