Hvað er árangur fyrir Te & Kaffi?

Að bjóða viðskiptavinum
upp á bestu mögulegu upplifun á sjálfbæran hátt

Kristín María Dýrfjörð - Eigandi Te & Kaffi

Markmið okkar er að bjóða viðskiptavinum upp á besta kaffi sem völ er á, á sem umhverfisvænastan hátt. Þar erum við nýlega búin að ná tveimur stórum áföngum.

Undanfarin ár höfum við haldið loftlagsbókhald en niðurstöður sýndu okkur að bein kolefnislosun af okkar völdum var að stærstum hluta vegna þess orkugjafa sem við notuðum til að rista kaffið okkar. Á síðasta ári skiptum við honum því út fyrir metan sem er framleitt í gas- og jarðgerðarstöð Sorpu. Þetta var aðeins stærri framkvæmd en við gerðum okkur grein fyrir en mun borga sig margfalt því í dag keyrum við kaffibrennsluna alfarið á innlendum og umhverfisvænum orkugjafa. Bein kolefnislosun af okkar völdum er því í algjöru lágmarki miðað við fyrri ár.

Markmið okkar er að bjóða viðskiptavinum upp á besta kaffi sem völ er á, á sem umhverfisvænastan hátt.

Við höfum líka skipt yfir í niðurbrjótanlegar umbúðir á kaffinu okkar, hvort sem það eru baunir, malað, kaffipúðar eða kaffihylki – við erum nefnilega nýlega farin að bjóða upp á okkar góða kaffi í lífrænum kaffihylkjum. Umbúðirnar á að flokka með lífrænu sorpi en þær brotna niður í gas- og jarðgerðarstöðinni. Það er svo skemmtilegt að í ferlinu hjá Sorpu verða þau að metangasinu sem knýr kaffibrennsluna okkar áfram. Okkar eigin hringrás.

Sjálfbærni er endalaus vegferð í öllu sem við gerum í framleiðslu, rekstri og vöruþróun. Við viljum skapa ákveðna upplifun fyrir viðskiptavininn sem er vandað kaffi á umhverfisvænan og sjálfbæran hátt. Það finnst okkur vera árangur.

Sjálfbærni er endalaus vegferð í öllu sem við gerum í framleiðslu, rekstri og vöruþróun.

Bein kolefnislosun af okkar völdum var að stærstum hluta vegna
þess orkugjafa sem við notuðum til að rista kaffið okkar.

Við skiptum út orkugjafa og notum nú metan til að rista kaffið okkar.

Þinn árangur

Árangur getur verið alls konar. Markmið fyrirtækja eru ólík og fjölbreytt, en okkar hlutverk er að hjálpa viðskiptavinum að ná þeim árangri sem þeir stefna að. Þinn árangur er það sem vinna okkar gengur út á alla daga.

Gróska

Hugmyndin fyrir hátt í tíu árum var að byggja hús utan um nýsköpun á Íslandi. Verkefnið er ekki að leigja skrifstofurými heldur að skapa hér nýtt samfélag.

Lesa meira

Rafholt

Rafholt er 20 ára gamalt og hefur árum saman verið eitt stærsta fyrirtæki landsins í rafiðnaðargeiranum.

Lesa meira

Kvistabær

Kvistabær framleiðir trjáplöntur fyrir skógrækt og þjónustar meðal annars fyrirtæki í kolefnisjöfnun, skógræktarfélög og opinberar stofnanir.

Lesa meira

Gróðurhúsið

Gróðurhúsið er hugmyndafræði þar sem við nálgumst hótel-, verslana- og veitingaupplifun á nýjan hátt.

Lesa meira

Te & Kaffi

Markmið okkar er að bjóða viðskiptavinum upp á besta kaffi sem völ er á, á sem umhverfisvænastan hátt. Þar erum við nýlega búin að ná tveimur stórum áföngum. 

Lesa meira

Controlant

Okkar hlutverk hjá Controlant er að hjálpa alþjóðlegum lyfjafyrirtækjum að koma sínum lyfjum/vörum á réttan stað og í réttu ástandi.

Lesa meira