Hvað er árangur fyrir Controlant?

Umbylta aðfangakeðjunni
fyrir stærstu lyfjafyrirtæki
í heimi

Vallý Helgadóttir - framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Controlant

Okkar hlutverk hjá Controlant er að hjálpa alþjóðlegum lyfjafyrirtækjum að koma sínum lyfjum/vörum á réttan stað og í réttu ástandi.

Controlant neminn fylgir vörum í lyfjasendingum og með rauntímagögnum og greiningu á þeim gerum við viðskiptavinum okkar kleift að straumlínulaga aðfangakeðjuna sína ásamt því að draga úr og, að lokum, útrýma nánast allri sóun.

Okkar hlutverk hjá Controlant er að hjálpa alþjóðlegum lyfjafyrirtækjum að koma sínum lyfjum/vörum á réttan stað og í réttu ástandi.

Lyf eru mjög viðkvæm fyrir hitabreytingum og því nauðsynlegt að bregðast skjótt við ef hitabreytingar verða í flutningi. Rauntímavöktun og viðbragðsþjónusta Controlant þýðir að núna er mögulegt að vakta lyfjasendingar, hvar sem þær eru í heiminum, og upplýsa flutningsaðila ef bregðast þarf við breytingum á hitastigi.

Minni sóun getur dregið gríðarlega úr kostnaði fyrir fyrirtæki og viðskiptavini þannig að ábatinn er mikill ef vel tekst til.

Minni sóun getur dregið gríðarlega úr kostnaði fyrir fyrirtæki og viðskiptavini þannig að ábatinn er mikill ef vel tekst til. Okkar markmið er að minnka sóun í aðfangakeðjunni um 90%. Það er mjög metnaðarfullt markmið en reynsla síðustu tveggja ára hefur sýnt okkur að það er vel hægt. Controlant nemarnir voru t.d. notaðir til þess að vakta allar Covid-19 bóluefnasendingar hjá Pfizer, en sex billjón bóluefnaskammtar hafa verið vaktaðir og afhendingaröryggi var 99,89%.

Starfsfólkið skiptir okkur öllu máli og við höfum borið til þess gæfu að fá til okkar fólk með réttu þekkinguna og getuna til að viðhalda örum vexti og ná þessum árangri.

Við erum að umbylta aðfangakeðjunni fyrir stærstu lyfjafyrirtæki í heimi. Það er árangur fyrir okkur.

Okkar markmið er að minnka sóun í aðfangakeðjunni um 90%.

Sex billjón bóluefnaskammtar hafa verið vaktaðir og afhendingaröryggi
var 99,89%.

Þinn árangur

Árangur getur verið alls konar. Markmið fyrirtækja eru ólík og fjölbreytt, en okkar hlutverk er að hjálpa viðskiptavinum að ná þeim árangri sem þeir stefna að. Þinn árangur er það sem vinna okkar gengur út á alla daga.

Von

Okkur langaði að byggja á íslensku harðfiskshefðinni, sem er jafn gömul byggð á Íslandi, en nálgast hana á nýjan hátt.

Lesa meira

Gróska

Hugmyndin fyrir hátt í tíu árum var að byggja hús utan um nýsköpun á Íslandi. Verkefnið er ekki að leigja skrifstofurými heldur að skapa hér nýtt samfélag.

Lesa meira

Rafholt

Rafholt er 20 ára gamalt og hefur árum saman verið eitt stærsta fyrirtæki landsins í rafiðnaðargeiranum.

Lesa meira

Kvistabær

Kvistabær framleiðir trjáplöntur fyrir skógrækt og þjónustar meðal annars fyrirtæki í kolefnisjöfnun, skógræktarfélög og opinberar stofnanir.

Lesa meira

Gróðurhúsið

Gróðurhúsið er hugmyndafræði þar sem við nálgumst hótel-, verslana- og veitingaupplifun á nýjan hátt.

Lesa meira

Te & Kaffi

Markmið okkar er að bjóða viðskiptavinum upp á besta kaffi sem völ er á, á sem umhverfisvænastan hátt. Þar erum við nýlega búin að ná tveimur stórum áföngum. 

Lesa meira

Controlant

Okkar hlutverk hjá Controlant er að hjálpa alþjóðlegum lyfjafyrirtækjum að koma sínum lyfjum/vörum á réttan stað og í réttu ástandi.

Lesa meira