Hvað er árangur fyrir Gróðurhúsið?

Að vera einstök upplifun
fyrir gestina okkar - Íslendinga og ferðamenn

Brynjólfur J. Baldursson og Valgarð Þ. Sörensen - eigendur Gróðurhússins

Gróðurhúsið er hugmyndafræði þar sem við nálgumst hótel-, verslana- og veitingaupplifun á nýjan hátt. Okkur langaði að þróa nýtt konsept sem væri vörumerkja- og hönnunardrifið með sjálfbærni að leiðarljósi. Okkur langaði að gera þetta að spennandi áfangastað sem væri gaman að heimsækja - hægt að gista og borða og versla og upplifa skemmtilega stemningu á einstakan hátt - að Gróðurhúsið væri lifandi áfangastaður fyrir Íslendinga jafnt sem erlenda ferðamenn.

Okkur langaði að þróa nýtt konsept sem væri vörumerkja- og hönnunardrifið með sjálfbærni að leiðarljósi.

Við vildum hugsa þetta frá upphafi sem skemmtilegan stað sem fólk í Hveragerði og nágrenni heimsækir og upplifir. Ef Íslendingum finnst gaman að koma yfir heiðina og gista og borða og versla - þá kemur ferðamaðurinn líka. Ferðamenn vilja vera þar sem er menning og þar sem er fólk og það á við um Íslendingana líka.

Stóra hugmyndin að baki verkefninu er í rauninni samstarf. Við búum til umgjörðina og svo viljum við vera í samstarfi við vinsæla veitingastaði og þekkt vörumerki. Þessi samvinna stækkar þetta allt. Okkur langaði að búa til upplifun og vildum vinna með fólki sem gæti komið að borðinu með kunnáttu og reynslu sem við höfum ekki. Gróðurhúsið á að skapa velgengni í kringum sig - út á það gengur gott samstarf.

Ferðamenn vilja vera þar sem er menning og þar sem er fólk og það á við um Íslendingana líka.

Við lögðum þess vegna mikla áherslu á að hitta fólk hér á svæðinu, kynna fyrir þeim hvað við værum að koma með inn í samfélagið og búa til þessar tengingar. Við komum með gistingu, mat, drykk og smásölu og það styður við aðra afþreyingu á svæðinu. Allt fólkið sem er að gera frábæra hluti í fjölbreyttri afþreyingu og útivist – frá gönguferðum, golfi og hestum yfir í fjórhjól og hellaskoðun og allt þar á milli. Þessi afleiddu áhrif eru svo ánægjuleg.

Það er árangur að sjá að við höfum góð áhrif á bæinn og samfélagið, stækkum kökuna hérna í umhverfinu og komum með traffík inn í alla þessa lókal flóru af ferðamennsku. Það er mikilvægur hluti af því að vera sjálfbært fyrirtæki.

Það er árangur að sjá að við höfum góð áhrif á bæinn og samfélagið.

Við lögðum mikla áherslu á að hitta fólk hér á svæðinu, kynna fyrir þeim
hvað við værum að koma með inn í samfélagið og búa til tengingar.

Þinn árangur

Árangur getur verið alls konar. Markmið fyrirtækja eru ólík og fjölbreytt, en okkar hlutverk er að hjálpa viðskiptavinum að ná þeim árangri sem þeir stefna að. Þinn árangur er það sem vinna okkar gengur út á alla daga.

Gróska

Hugmyndin fyrir hátt í tíu árum var að byggja hús utan um nýsköpun á Íslandi. Verkefnið er ekki að leigja skrifstofurými heldur að skapa hér nýtt samfélag.

Lesa meira

Rafholt

Rafholt er 20 ára gamalt og hefur árum saman verið eitt stærsta fyrirtæki landsins í rafiðnaðargeiranum.

Lesa meira

Kvistabær

Kvistabær framleiðir trjáplöntur fyrir skógrækt og þjónustar meðal annars fyrirtæki í kolefnisjöfnun, skógræktarfélög og opinberar stofnanir.

Lesa meira

Gróðurhúsið

Gróðurhúsið er hugmyndafræði þar sem við nálgumst hótel-, verslana- og veitingaupplifun á nýjan hátt.

Lesa meira

Te & Kaffi

Markmið okkar er að bjóða viðskiptavinum upp á besta kaffi sem völ er á, á sem umhverfisvænastan hátt. Þar erum við nýlega búin að ná tveimur stórum áföngum. 

Lesa meira

Controlant

Okkar hlutverk hjá Controlant er að hjálpa alþjóðlegum lyfjafyrirtækjum að koma sínum lyfjum/vörum á réttan stað og í réttu ástandi.

Lesa meira