Hvað er árangur fyrir Kvistabæ?

Að vera stöndugt fyrirtæki
sem tekur þátt
í að gera heiminn betri

Guðmundur Steinar Zebitz og Aldís Björk Sigurðardóttir - eigendur Kvistabæjar

Kvistabær framleiðir trjáplöntur fyrir skógrækt og þjónustar meðal annars fyrirtæki í kolefnisjöfnun, skógræktarfélög og opinberar stofnanir. Það er gefandi að vita að framleiðsluvaran okkar sé ekki bara að taka þátt í baráttu gegn loftslagsvá heldur einnig að fegra umhverfi okkar.

Við erum að reisa nýtt og tæknivæddara gróðurhús sem auðveldar vinnuna mjög mikið.

Öll okkar framleiðsla er seld fyrir fram því við vinnum upp í pantanir. Það er mikil eftirspurn og við erum að gera okkar besta til að svara henni með því að stækka við okkur. Við erum að reisa nýtt og tæknivæddara gróðurhús sem auðveldar vinnuna mjög mikið. Þetta er fjárfesting og nútímavæðing sem þarf að eiga sér stað. Aukin tæknivæðing er líka að skapa betra vinnuumhverfi sem er mikilvægur hluti af því að þetta sé sjálfbær rekstur.

Það er gefandi að vita að framleiðsluvaran okkar sé ekki bara að taka þátt í baráttu gegn loftslagsvá heldur einnig að fegra umhverfi okkar.

Kvistabær er fjölskyldufyrirtæki. Við hjónaleysin eigum þetta með foreldrum Aldísar og það er mjög náttúruleg verkaskipting á milli okkar. Aldís er garðyrkjufræðingurinn og stjórnar sjálfri framleiðslunni okkar. Guðmundur ber ábyrgð á fjármálahliðinni og sölumálum, Anna Dóra, móðir Aldísar er með starfsmannamálin á sinni könnu og Sigurður faðir hennar hefur haft umsjón með stækkuninni.

Það tekur allt sinn tíma í framleiðslu á skógarplöntum. Trén verða ekki til á mánuði og fjárfesting eins og þessi mun þurfa tíma til að skila sér. Við finnum hins vegar að áhuginn og eftirspurnin er slík að þetta sé vegferð sem muni borga sig, bæði sem stöndugur rekstur og ekki síður sem þátttakandi í að gera heiminn betri. Það væri einhver árangur.

Trén verða ekki til á mánuði og fjárfesting eins og þessi mun
þurfa tíma til að skila sér.

Aukin tæknivæðing er líka að skapa betra vinnuumhverfi sem er
mikilvægur hluti af því að þetta sé sjálfbær rekstur.

Þinn árangur

Árangur getur verið alls konar. Markmið fyrirtækja eru ólík og fjölbreytt, en okkar hlutverk er að hjálpa viðskiptavinum að ná þeim árangri sem þeir stefna að. Þinn árangur er það sem vinna okkar gengur út á alla daga.

Gróska

Hugmyndin fyrir hátt í tíu árum var að byggja hús utan um nýsköpun á Íslandi. Verkefnið er ekki að leigja skrifstofurými heldur að skapa hér nýtt samfélag.

Lesa meira

Rafholt

Rafholt er 20 ára gamalt og hefur árum saman verið eitt stærsta fyrirtæki landsins í rafiðnaðargeiranum.

Lesa meira

Kvistabær

Kvistabær framleiðir trjáplöntur fyrir skógrækt og þjónustar meðal annars fyrirtæki í kolefnisjöfnun, skógræktarfélög og opinberar stofnanir.

Lesa meira

Gróðurhúsið

Gróðurhúsið er hugmyndafræði þar sem við nálgumst hótel-, verslana- og veitingaupplifun á nýjan hátt.

Lesa meira

Te & Kaffi

Markmið okkar er að bjóða viðskiptavinum upp á besta kaffi sem völ er á, á sem umhverfisvænastan hátt. Þar erum við nýlega búin að ná tveimur stórum áföngum. 

Lesa meira

Controlant

Okkar hlutverk hjá Controlant er að hjálpa alþjóðlegum lyfjafyrirtækjum að koma sínum lyfjum/vörum á réttan stað og í réttu ástandi.

Lesa meira