Sumarlaunin í besta bankaappinu!

Allir unglingar sem eru fæddir 2009, 2010 og 2011 og fá launin sín greidd inn á reikning hjá okkur gætu átt von á veglegri sumargjöf.

Við ætlum að draga út fimm heppna í lok sumars sem fá 100.000 kr. lagðar inn á reikninginn sinn.

Ekki þarf að skrá sig sérstaklega til leiks. Nóg er að fá eina launagreiðslu inn á reikninginn.

Fjör á TikTok með #ArionSport

Í sumar ætlum við að vera með létta herferð fyrir ungt fólk þar sem markmiðið er fyrst og fremst að brjóta upp daginn í unglingavinnunni og gera eitthvað skemmtilegt. 

Hóparnir í unglingavinnunni þurfa að snúa bökum saman og taka upp hresst myndband af sér, tagga Arion, merkja það með #ArionSport og birta á TikTok.

Við hittum síðan hópana með eftirminnilegustu myndböndin og færum þeim fullan farm af hamingju; Arion Sport föt, gjafabréf, nammi o.fl.

Við hvetjum ykkur til að taka þátt í fjörinu – það er til mikils að vinna!

Sparnaður kemur sér alltaf vel

Upphæðin þarf ekki að vera há og margt smátt gerir eitt stórt. Sum eru kannski að safna sér fyrir tölvu eða bíl, útborgun í íbúð, ferð til útlanda eða einhverju allt öðru.

Áskrift að sparnaði

Það getur verið góð byrjun að leggja fasta upphæð fyrir mánaðarlega.

Settu þér markmið í appinu. Upphæðin þarf ekki að vera há því margt smátt gerir eitt stórt.

Nánar um sparnað í áskrift

Afslættir og tilboð 

Einkaklúbburinn býður upp á fjölmörg tilboð sem hægt er að nýta sér og spara þar með í leiðinni.

Þú getur sótt appið hér:

iPhone
Android

Í hvað ertu að eyða?

Það er mikilvægt að hafa góða yfirsýn yfir eyðsluna sína.

Til að átta sig betur á því hvað verið er að eyða í getur verið gott að skrifa það niður.

Góðar greinar sem þú gætir haft áhuga á

Að byrja í fyrstu vinnunni - nokkur góð ráð

Varstu að byrja í fyrstu vinnunni? Til hamingju með það! Það er stórt skref að hefja störf á fyrsta vinnustaðnum og margt sem hafa þarf í huga. Við tókum saman nokkur hagnýt ráð sem gott er að hafa á bak við eyrað.

Lesa grein

Vill fá að hafa rödd í samfélaginu og segja sína skoðun

Ísabella Jóhannsdóttir er sundgarpur og fermingarbarn sem býr ásamt foreldrum sínum, systrum og hundinum Perlu á Akureyri. Ísabella lítur á það sem allstór tímamót að fermast.

Lesa grein