Viðbótarlífeyrissparnaður
Viðbótarlífeyrissparnaður Arion er einföld og snjöll leið til að auka tekjurnar og spara um leið, hvort sem það er til efri áranna eða til að létta sér íbúðarkaupin.
Í viðbótarlífeyrissparnaði leggur þú 2 eða 4% af launum í fjárfestingarleið að eigin vali. Til viðbótar færð þú 2% launahækkun í formi mótframlags frá launagreiðanda þínum í sparnaðinn.

Viðbótarsparnaður
og íbúðakaup
Það eru tvö úrræði í boði sem gera þér kleift að nýta viðbótarlífeyrissparnaðinn þinn skattfrjálst til að létta þér íbúðakaupin. Annað úrræðið gildir fyrir þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð en hitt úrræðið gildir fyrir þá sem hafa átt fasteign áður.
Fyrsta íbúð
Þú getur tekið út uppsafnaðan sparnað í eingreiðslu og nýtt til að fjármagna íbúðakaupin eða nýtt greiðslur til að greiða reglulega inn á lán. Þetta úrræði gildir ef minna 12 mánuðir eru frá fyrstu íbúðakaupum.
Almenna úrræðið
Líkt og þegar um fyrstu íbúðakaup er að ræða geta allir þeir sem þeir sem eru að kaupa íbúð tekið út uppsafnaðan sparnað og nýtt til að fjármagna íbúðakaupin eða nýtt greiðslur til að greiða reglulega inn á lán. Þetta úrræði gildir ef ekki er um fyrstu íbúð að ræða eða ef lengra en 12 mánuðir eru frá fyrstu íbúðakaupum.