Verðtryggt eða óverðtryggt lán?

Í stuttu máli er munurinn sá að óverðtryggð lán hafa hærri mánaðarlega greiðslubyrði og hraðari eignamyndun meðan verðtryggð lán hafa lægri mánaðarlega greiðslubyrði en hægari eignamyndun.

Verðtryggð lán eru tengd vísitölu neysluverðs og breytast því þegar verðlag á landinu hækkar eða lækkar.

Óverðtryggð lán eru ekki tengd vísitölu neysluverðs og hækka því ekki með verðbólgu.
 
Einnig er í boði að taka blandað lán sem sameinar kosti beggja lánategunda.

Kynntu þér málið betur

Reikna lán

Jafnar afborganir
eða jafnar greiðslur

Íbúðalán eru alla jafna ýmist með jöfnum greiðslum eða jöfnum afborgunum. Hægt er að endurfjármagna lán með jöfnum afborgunum yfir í lán með jöfnum greiðslum og er tekið tillit til greiðslumats eins og þegar endurfjármögnun íbúðalána á sér stað.

Jafnar greiðslur
Þegar greitt er af íbúðaláni með jöfnum greiðslum er u.þ.b sama heildarfjárhæð greidd í hverjum mánuði. Ef íbúðalánið er verðtryggt þá breytist greiðslubyrði nokkurn veginn í takt við þróun verðlags yfir tímann. Greiðslubyrði af láni með jöfnum greiðslum er alla jafna lægri í upphafi en mánaðargreiðsla á sambærilegu láni með jöfnum afborgunum.

Jafnar afborganir

Þegar greitt er af íbúðaláni með jöfnum afborgunum er sama fjárhæð greidd af höfuðstól lánsins í hverjum mánuði auk vaxta og verðbóta ef lánið er verðtryggt. Greiðslubyrði af íbúðalánum með jöfnum afborgunum er hærri í upphafi en þegar greitt er með jöfnum greiðslum, en lækkar með tímanum í takt við lækkun höfuðstóls.

Greiðslumat

Við bjóðum einfalda og hraðvirka þjónustu þegar kemur að greiðslumati. Greiðslumatið er rafrænt og tekur aðeins örfáar mínútur. Til að reikna út greiðslugetu þína sækjum við m.a. upplýsingar um launatekjur, eignir og skuldir.

Sjá nánar

Endurfjármögnun

Endurfjármögnun lána getur komið sér vel af ýmsum ástæðum. Lánaumhverfið er kannski hagstæðara nú en það var þegar þú tókst lán, sem gæti skilað sér í lægri vöxtum og greiðslubyrði.

Sjá nánar

Viðbótaríbúðalán

Viðbótaríbúðalán Arion banka henta þeim sem vilja nýta sér hagstæð lífeyrissjóðslán en þurfa viðbótarfjármagn til kaupa/endurfjármögnunar á húsnæði.

Sjá nánar

Við viljum koma til móts við viðskiptavini

Þú getur sent
íbúðalánið í leyfi

Þú getur sótt um leyfi frá greiðslu lánsins einu sinni á ári. Það getur komið sér vel við ákveðnar aðstæður.

Athugaðu að vextir og verðbætur reiknast þó áfram og leggjast við höfuðstólinn.

Sjá nánar

Lægri greiðslubyrði í fæðingarorlofi

Við viljum létta nýbökuðum foreldrum lífið. Þess vegna bjóðum við þér að lækka greiðslurnar af íbúðalánum þínum um allt að helming á orlofstímanum. Þá greiðir þú fasta upphæð mánaðarlega í allt að 12 mánuði.

Sjá nánar

Betri kjör
við fyrstu kaup

Við styðjum við bakið á þeim sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign.

Til að auðvelda þér þín fyrstu kaup lánum við allt að 85% af markaðsvirði og veitum 100% afslátt af lántökugjaldi.

Sjá nánar

Lækkun á greiðslubyrði lána

Á næstu mánuðum mun greiðslubyrði margra lána með föstum óverðtryggðum vöxtum hækka umtalsvert þegar fastvaxtatímabili lýkur og færast þá lánin sjálfkrafa frá því að vera á föstum vöxtum yfir á breytilega vexti.

Ef þú stendur frammi fyrir talsverðri aukningu á greiðslubyrði lánsins og vilt lækka hana gæti verið gagnlegt fyrir þig að skoða hvað sé til ráða. 

Sjá nánar

Tryggingar heimilisins

Arion banki er í samstarfi við Vörð tryggingar. Við hvetjum þig til að nota tækifærið og endurskoða tryggingar heimilisins.

Hafðu samband og við skoðum þetta í sameiningu.

Nánar um tryggingar

Engin lántökugjöld vegna lána til kaupa á umhverfisvottuðu íbúðarhúsnæði

Við bjóðum viðskiptavinum 100% afslátt af lántökugjaldi á íbúðalánum við kaup á umhverfisvottuðu íbúðarhúsnæði.
Liggja þarf fyrir staðfesting um að eignin hafi verið vottuð af einum eftirtalinna aðila:

  • Svansvottun
  • BREEAM - Very Good
  • LEED Gold

Greinar sem þú gætir haft áhuga á