Blönduð lán

Greiðslubyrði verðtryggðra lána er yfirleitt lægri á fyrri hluta lánstímans öfugt við óverðtryggð lán.

Fastir eða breytilegir vextir

Blönduð íbúðalán geta verið með breytilegum eða föstum vöxtum. Bæði óverðtryggð og verðtryggð lán geta verið með föstum vöxtum í 5 ár.

Breytilegir vextir hækka og lækka eftir því sem aðstæður á markaði breytast. Þannig geta vextir hækkað og lækkað í takt við markaði og efnahagsástand.

Fastir vextir tryggja lántaka fyrir vaxtasveiflum og getur það bæði haft kosti og galla. Þegar vaxtastig hækkar er kostur að hafa fasta vexti en þegar vaxtastig lækkar, þá missir lántakandi af slíkri lækkun. 

Sækja um íbúðalán vegna fasteignakaupa   Sækja um endurfjármögnun 

Greiðslumat  Reikna lán   Óska eftir ráðgjöf

Lánstími

Íbúðalán I er til allt að 40 ára. Lánstími á íbúðaláni II er 5- 25 ár og aðeins er boðið upp á jafnar afborganir af íbúðaláni II:.

Lánsfjárhæð og veðhlutfall

Íbúðalánum getur verið skipt í tvö lán eftir veðsetningarhlutfalli eignar.

Á Íbúðalán I er gerð krafa um 1. veðrétt og hámarksveðhlutfall er 70% af fasteignamati eða markaðsverði eignar þ.e. því sem lægra reynist.

Íbúðalán II fer á 2. veðrétt á eftir Íbúðaláni I og hámarksveðhlutfall er 80%.

Ef lánsfjárhæð er hærri en 50mkr. áskilur bankinn sér rétt til að gera auknar kröfur vegna lánveitingar. Bankinn veitir að hámarki 60mkr. íbúðalán.

Kostnaður

  • Lántökugjald er kr. 55.000, óháð lánsfjárhæð
  • Þinglýsingargjald er skv. verðskrá Sýslumannsembættis
  • Önnur gjöld vegna lántöku, t.d. greiðslumat og skjalagerð, eru skv. verðskrá hverju sinni

Uppgreiðslugjald

Það er ekkert uppgreiðslugjald á lánum með breytilegum vöxtum.

Uppgreiðslugjald er á lánum með föstum vöxtum á meðan lán er á föstum vöxtum. Á lánum með föstum vöxtum tímabundið eða allan lánstímann og útgefin 1. nóvember 2013 eða síðar er uppgreiðslugjald að hámarki 1%, með þeirri undantekningu að heimilt er að greiða umframgreiðslur inn á lán allt að 1.000.000 kr. á hverju almanaksári án uppgreiðslugjalds.

Uppgreiðslugjald á fastvaxtalánum útgefnum fyrir 1. nóvember 2013 er allt að 2%.

Spurt og svarað

Getur bankinn gert kröfu um tryggingar lántakanda?

Arion banka hf. er heimilt að krefjast þess að útgefandi íbúðaláns hjá bankanum taki viðeigandi vátryggingu í tengslum við útgáfu íbúðalánsins. Skuldari hefur frjálst val um vátryggjanda í þessum tilvikum.

Til hversu margra ára eru íbúðalán?

Á íbúðaláni I getur lánstími verið allt að 40 ár með jöfnum greiðslum (annuitet) eða jöfnum afborgunum. Greiðslubyrðin er lægri eftir því sem lánstími er lengri en á móti kemur að lántakandi greiðir hærri vaxtakostnað í heildina. Eignamyndun er hraðari ef lánstími er styttri. Lánstími íbúðaláns II er allt að 25 ár, með jögnum afborgunum. 

Er meiri áhætta að vera með fasta vexti á íbúðalánum en breytilega?

Ekki er hægt að segja fyrir um slíkt. Vaxtastig tekur breytingum og hafa fjölmargir þættir áhrif á það. Vextir lána með breytilega vexti geta því ýmist hækkað eða lækkað en fastir vextir haldast óbreyttir. Þegar vaxtastig hækkar, þá er hagkvæmara að vera með fasta vexti en þegar vaxtastig lækkar er hagkvæmara að vera með breytilega vexti.

Ég er með yfirdrátt og skuldabréf hjá Arion banka og lífeyrissjóðslán annarsstaðar. Hvað þarf ég að greiða í lántökukostnað ef ég skuldbreyti þessu í íbúðalán?

Við endurfjármögnun er greitt lántökugjald, greiðslumatsgjald, skjalagerðargjald og þinglýsingargjald. Það er misjafnt hvort lánastofnun krefst uppgreiðslugjalds.

Er hægt að greiða upp íbúðalán?

Það er hægt að greiða upp íbúðalán hvenær sem er. Lán sem bera fasta vexti eru með uppgreiðslugjald, sem getur verið allt að 2%. Lán sem bera tímabundna fasta vexti hafa 30 daga tímabil þar sem vaxtaendurskoðun fer fram og á þeim tíma má greiða lánið upp án uppgreiðslugjalds.

Lán með breytilegum vöxtum eru án uppgreiðslugjalds.

Þegar um er að ræða sölu á fasteign og núverandi skuldari óskar eftir því að nýr eigandi fasteignar yfirtaki íbúðalán þá er bankinn tilbúinn að framkvæma slíkt ef nýr greiðandi stenst greiðslumat.

Getur trygging láns verið utan Íslands?

Nei.

Veitir bankinn íbúðalán vegna ósamþykktra íbúða?

Nei, en í sumum tilfellum eru veitt fasteignalán upp að ákveðnu veðhlutfalli. Hver lánsumsókn vegna ósamþykktra íbúða er metin sérstaklega.

Hverjir eiga möguleika á að taka íbúðalán?

Lánin eru einungis ætluð einstaklingum sem kaupa eða endurfjármagna húsnæði til eigin nota, en ekki til útleigu eða t.d. fyrir einkahlutafélög eða aðra rekstraraðila. Skilyrði er að hafa lögheimili í eigninni. Ekki er gerð krafa um að lántakendur séu í viðskiptum við bankann.

Er hægt að velja greiðslufyrirkomulag?

Já, það er hægt að velja á milli jafnra greiðslna og jafnra afborgana.

Er hægt að taka íbúðalán til að endurfjármagna eldri lán?

Já, ef umsækjandi stenst greiðslumat. Bankinn gerir kröfu um fremsta veðrétt.

Eru takmarkanir í hvað má nota það lán sem tekið er?

Íbúðalán er hægt að nota við kaup á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða til endurfjármögnunar á eldri lánum. Í raun má nota endurfjármögnunarlánið hvernig sem lántakanda hentar, til að fjármagna viðgerðir eða endurbætur, greiða upp eldri óhagstæðari lán, yfirdrátt eða aðrar skuldir.

Hvaða reglur gilda um veðsetningu?

Hámarks lánshlutfall á íbúðaláni I er 70% af fasteignamati eða kaupverði/verðmati ef það er lægra en fasteignamat. Íbúðalán II fer á 2. veðrétt á eftir íbúðaláni I og veðhlutfall má vera allt að 80% þ.e. allt að 80% af kaupverði/verðmati. Heildarupphæð íbúðalána má ekki vera hærri en sem nemur samanlögðu brunabótamati og lóðamati íbúðarhúsnæðis en í ákveðnum póstnúmerum takmarkast það við samtölu brunabótarmats og 2 x lóðarmats.Við endurfjármögnun er lánað allt að 80% af fasteignamati. Lánað er allt að 80% af verðmati ef viðskiptavinur er að endurfjármagna áhvílandi íbúðalán. Verðmat frá fasteignasala þarf að liggja fyrir við umsókn ef lánsfjárhæð fer yfir 80% af fasteignamati

Er hámark á lánsupphæð íbúðalána?

Hámarks lánveiting er 60mkr. Ef lánsfjárhæð er hærri en 50mkr. áskilur bankinn sér rétt til að gera auknar kröfur vegna lánveitingar

Hvað gerist ef lántaki stendur ekki við skuldbindingar samkvæmt lánasamningi?

Ef ekki er staðið við skuldbindingar samkvæmt samningi verður lántakandi krafinn um að greiða dráttarvexti vegna vangoldinna greiðslna. Einnig verður lántakandi krafinn um að greiða allan kostnað sem kann að koma til vegna vanskila, t.d. vegna innheimtubréfa, málsókna eða annarra réttargjalda, lögmannsþóknunar, svo og annan lögfræðilegan kostnað vegna innheimtu skuldarinnar. Þá geta vanskil orðið til þess að allt lánið verður gjaldfellt og sett í lögfræðilega innheimtu sem getur leitt til þess að veðtrygging verður seld á nauðungaruppboði.