Lög um fyrstu fasteign tóku gildi 1. júlí 2017

Samkvæmt þeim er heimilt að nýta iðgjöld í viðbótarlífeyrissparnað, skattfrjálst, á samfelldu tíu ára tímabili til fasteignakaupa.
Skilyrði er að um fyrstu kaup á fasteign sé að ræða. 

Skattfrelsið takmarkast við 500 þúsund krónur á ári fyrir hvern einstakling, samtals 5 milljónir á tíu ára tímabilinu. Iðgjöldin sem má nýta takmarkast við 4% framlag launþega og 2% framlag launagreiðanda.

Úrræðið skiptist í þrjár leiðir en sjóðfélagi hefur jafnframt val um að blanda þeim saman.

  • Nýta má iðgjöld sem greidd hafa verið í viðbótarlífeyrissparnað frá 1. júlí 2014 og fram að íbúðarkaupum skattfrjálst til útborgunar við fyrstu kaup
  • Nýta má iðgjöld í viðbótarlífeyrissparnað eftir að fyrsta fasteign er keypt skattfrjálst til greiðslu inn á höfuðstól íbúðarláns sem     tekið var vegna kaupanna
  • Nýta má iðgjöld í viðbótarlífeyrissparnað eftir að fyrsta fasteign er keypt skattfrjálst til greiðslu afborgana af óverðtryggðu láni. 

Sækja skal um á vef ríkisskattstjóra. Opnað hefur verið fyrir umsóknir og hægt er að sækja um ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar hér

Ef þú ert ekki að greiða í viðbótarlífeyrissparnað getur þú sótt um það hér

Nánari upplýsingar og leiðbeiningar má nálgast á vef Ríkisskattstjóra.

Sækja um viðbótarlífeyrissparnað  Sækja um fyrstu fasteign

Spurt og svarað

Skattfrjálsrar greiðslur viðbótarlífeyrissparnaðar inn á lán

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna skattfrjálsrar greiðslu viðbótarlífeyrissparnaðar inn á húsnæðislán skiptast nú í þrennt:

  • Séreign inn á lán – tók gildi 1. júlí 2014, framlengt til 30. júní 2019
  • Húsnæðissparnaður - viðbótarlífeyrissamningur gerður strax, sótt um úrræðið á vef RSK þegar kaupsamningur liggur fyrir - tók gildi 1. júlí 2014 framlengt til 30. júní 2019
  • Fyrsta fasteign - tók gildi 1. júlí, 2017 - gildir til afturvirkt frá 1. júlí 2014 til framtíðar.

Helstu upplýsingar:

Sækja um viðbótarlífeyrissparnað    Sækja um séreign inn á lán  Sækja um húsnæðissparnað

Spurt og svarað