Upplýsingar til þeirra sem keyptu ferð með Gaman Ferðum og greiddu með greiðslukorti

Ferðamálastofa sér um að svara viðskiptavinum varðandi endurgreiðslu á ferðakostnaði í tengslum við keyptar ferðir hjá Gaman Ferðum.

Hafi korthafi keypt pakkaferð af Gaman Ferðum þarf hann að byrja á að sækja um endurgreiðslu til Ferðamálastofu, sjá nánari upplýsingar á vef Ferðamálastofu.

Hafni Ferðamálastofa beiðni korthafa, getur hann snúið sér til bankans til að sækja um endurgreiðslu, en því verður að fylgja ástæða höfnunar Ferðamálastofu.

Upplýsingar til þeirra sem keyptu flugmiða hjá WOW air og greiddu með greiðslukorti

Þar sem WOW Air hefur hætt starfsemi vill Arion banki taka fram að meginreglan er sú að handhafar Visa og MasterCard greiðslukorta (bæði debet- og kreditkorta) eiga endurkröfurétt þegar fyrirframgreidd þjónusta sem greitt var fyrir með greiðslukorti hefur ekki verið eða verður ekki innt af hendi.

Þeir korthafar sem eiga bókað flug með WOW Air sem greitt var fyrir með greiðslukorti geta gert endurkröfu vegna flugferðar sem ekki verður farin.

Hægt er að fylla út sérstakt eyðublað Athugasemd vegna kortafærslu frá WOW air hér eða á www.valitor.is, með upplýsingum um flug og bókunarnúmer.

Við bendum korthöfum á að senda inn endurkröfubeiðni sem fyrst þar sem afgreiðsla þessara mála getur tekið allt að þrjá til fjóra mánuði. Tímafrestur til að gera endurkröfu er 120 dagar frá því flug átti að verða.

Við bendum á að ekki eru greiddar bætur úr korta- og ferðatryggingum við gjaldþrot flugfélags.

Hafi korthafar bókað ferð í gegnum ferðaskrifstofu bendum við á að hafa samband við ferðaskrifstofuna.

Nánari upplýsingar má finna á vef Samgöngustofu.

Tekið skal fram að Valitor og Arion banki eru undir engum kringumstæðum að hafa samband við viðskiptavini og óska eftir því að viðskiptavinir gefi upp kreditkortaupplýsingar í endurkröfuferli vegna flugmiða frá Wow flugfélaginu. Nánari upplýsingar er að finna á vef Valitor.
 

Dispute form for a transaction from WOW air