Hlutabréf 

Með því að fjárfesta í innlendum hlutabréfum með nokkrum smellum í Arion appinu færð þú frábæra heildarsýn yfir þínar fjárfestingar.

Stofna til verðbréfaviðskipta

 

Hlutabréfaviðskipti

Í Arion appinu getur þú fylgst með þínum hlutabréfum ásamt því að skoða hreyfingayfirlit og ávöxtun. Þú getur stundað viðskipti með öll félög sem eru skráð á Aðalmarkað og First North. Þar getur þú einnig fylgst með rauntímagengi skráðra hlutabréfa á Aðalmarkaði þér að kostnaðarlausu.

Einfalt er að kaupa og selja bréf og hægt að ljúka viðskiptum með nokkrum smellum. Veittur er 25% afsláttur af þóknun vegna hlutabréfaviðskipta sem eru framkvæmd í appi eða netbanka.

 • Yfirlit eigna og ávöxtun hlutabréfa
 • Yfirlit viðskipta í vinnslu
 • Hreyfingayfirlit
 • Rauntímastaða hlutabréfa 
 • Nánari upplýsingar um valin félög
 • Einfalt og öruggt kaup- og söluferli

Stofna til verðbréfaviðskipta

Til að geta átt í viðskiptum með hlutabréf eða sjóði þarf að stofna til verðbréfaviðskipta. Þú svarar nokkrum spurningum um þekkingu og reynslu á verðbréfaviðskiptum og í kjölfarið er stofnað vörslusafn. Vörslusafn er bankareikningur sem tengist verðbréfasafni og er nauðsynlegt fyrir uppgjör viðskipta með verðbréf og sjóði.

Stofna til verðbréfaviðskipta

Skrá ófjárráða í verðbréfaviðskipti

Þegar því er lokið er einfalt að eiga viðskipti með innlend hlutabréf í Arion appinu eða í netbanka

Hægt er að sækja Arion appið hér.

Einfalt rafrænt ferli


 
1

Stofna til verðbréfaviðskipta

2

Velja viðeigandi sjóð eða hlutabréf

3

Viðskiptin fara í vinnslu

4

Eignin birtist í vörslusafninu þínu

Fyrirtæki

Nú geta fyrirtæki og aðrir lögaðilar átt verðbréfaviðskipti í Arion appinu og netbanka.

Kynntu þér málið hér.

Viðskipti á markaðsgengi eða markpöntun

Í appinu getur þú valið að eiga í viðskiptum á markaðsgengi eða setja inn markpöntun. Markpöntun felur í sér að þú setur inn pöntun um að eiga í viðskiptum með bréf á gengi sem er hærra/lægra en markaðsgengið.

Þegar þú hefur valið það bréf sem þú vilt eiga í viðskiptum með og hvort þú viljir kaupa eða selja þá ýtir þú á punktana þrjá uppi í hægra horninu og velur þar markpöntun. Því næst setur þú inn það gengi sem þú vilt eiga í viðskiptum á.

LEI auðkenni

Til að fyrirtæki og aðrir lögaðilar geti átt í hlutabréfaviðskiptum í kauphöll þarf að vera með LEI-auðkenni.
 

Hlutabréfakaup í appi og netbanka

 

Arion app

 • Smellir á „meira“ og því næst á „verðbréf“
 • Smellir á „hlutabréf“ og velur það félag sem þú vilt kaupa í
 • Smellir á „kaupa“ og ákveður upphæðina sem þú vilt kaupa fyrir
 • Lokaskrefið er að smella á „staðfesta"
   

Viðskipti með hlutabréf í appi

Netbanki

 • Smellir á „verðbréf“ og því næst á „hlutabréf“
 • Þú velur það hlutabréf sem hentar þér
 • Smellir á „kaupa“
 • Fyllir út formið og ákveður fjölda hluta, gengi og úttektarreikning
 • Lokaskrefið er að smella á „staðfesta“

Viðskipti með hlutabréf í netbanka

Fyrirvari

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á að ekki verði um neina ávöxtun að ræða eða að höfuðstóll tapist. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um árangur í framtíð. Þá er vakin athygli á að ávöxtun getur aukist eða minnkað vegna gengisflökts gjaldmiðla. Umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu eða ráðgjöf um að ráðast í eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum. Upplýsingar þær sem hér koma fram byggja á heimildum sem taldar eru áreiðanlegar en ekki er hægt að ábyrgjast að þær séu réttar. Áskilinn er réttur til leiðréttinga. Arion banki eða starfsmenn bankans bera enga ábyrgð á ákvörðunum eða viðskiptum sem aðilar kunna að eiga í ljósi þeirra upplýsinga sem hér koma fram.

Varðandi samanburð þann sem unnt er að gera á síðunni, ef viðskiptavinur kýs, skal tekið fram að samanburðurinn kann að vera marklaus. Fjármálagerningar fela í sér mismunandi áhættu og áður en tekin er ákvörðun um fjárfestingu er mikilvægt að kynna sér vel eðli viðkomandi fjármálagernings og áhættur tengdar honum. Samanburðurinn er einungis til upplýsingar en ætti ekki að vera lagður til grundvallar viðskiptum að óathuguðu máli. Ekki skal litið á niðurstöðu samanburðar sem ráðleggingu um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu.