Stefna Arion banka

Standa öðrum framar með snjöllum og traustum fjármálalausnum sem skapa viðskiptavinum, hluthöfum og samfélaginu öllu verðmæti til framtíðar.

Standa öðrum framar
 • Lausnamiðuð og árangursdrifin menning
 • Framúrskarandi starfsfólk í hvetjandi umhverfi sem er skapandi, krefjandi og skemmtilegt
 • Samstarf við þá sem auka skilvirkni okkar og bæta vöruframboð
Bjóða snjallar lausnir
 • Fjölbreytt og virðisaukandi þjónusta fyrir kröfuharða viðskiptavini
 • Þjónusta og ákvarðanir byggjast á gögnum og greiningu
 • Stafrænar lausnir sem gera þjónustuna þægilegri
Skapa verðmæti til framtíðar
 • Setjum okkur í spor viðskiptavina og skiljum þarfir þeirra og markmið
 • Störfum af ábyrgð með sjálfbærni að leiðarljósi
 • Erum til staðar með hugvit, lausnir og fjármagn

Helstu þættir starfseminnar

Viðskiptabankasvið
 • Skiptist í útibú og afgreiðslur, alls 17 talsins, sem eru víða um land.
 • Þjónar viðskiptavinum með stafrænum hætti, svo sem netbanka og appi, og í útibúum og þjónustuveri bankans.
 • Veitir einstaklingum og smærri fyrirtækjum landsins fjölbreytta fjármálaþjónustu, svo sem útlán, ráðgjöf um sparnaðarleiðir, greiðslukort, lífeyrissparnað og tryggingar.
 • Leggur áherslu á þægilegar stafrænar lausnir og virðisaukandi þjónustu í útibúum bankans.
Fyrirtækja- og fjárfestingarbankasvið
 • Veitir fyrirtækjum alhliða fjármálaþjónustu sem sniðin er að þörfum hvers viðskiptavinar.
 • Meðal þjónustuþátta eru fjölbreytt úrval ávöxtunarleiða, fjármögnun, ráðgjöf, faktoring, fjárstýring, innheimtuþjónusta og netbanki.
 • Veitir víðtæka ráðgjöf og þjónustu í tengslum við fjárhagslega umbreytingu fyrirtækja.
 • Stór hluti eigna bankans eru útlán til fyrirtækja og endurspegla þau vel samsetningu efnahagslífsins.
 • Leggur áherslu á á persónulega þjónustu og góða yfirsýn yfir þarfir viðskiptavinarins.
Markaðir
 • Ávaxta fjármuni fyrir viðskiptavini.
 • Skiptast í einkabankaþjónustu, rekstur lífeyrissjóða, markaðsviðskipti og eignastýringu fagfjárfesta.
 • Markaðsviðskipti sjá um miðlun verðbréfa, gjaldeyris og afleiða fyrir viðskiptavini bankans á innlendum og erlendum mörkuðum.
 • Reka lífeyrissjóði sem taka bæði á móti viðbótarlífeyrissparnaði og skyldulífeyrissparnaði.
 • Eru meðal annars söluaðili sjóða sem stýrt er af stærstu sjóðafyrirtækjum heims.
 • Stefnir er sjálfstætt starfandi fjármálafyrirtæki í eigu Arion banka. Nánari upplýsingar um Stefni er að finna á www.stefnir.is.