Breytt sýn á debetkortafærslur
Sýn á debetkortagreiðslur hefur tekið breytingum
í appi og í netbanka
Í stað þess að upphæð greiðslu sé tekin strax af reikningi þínum mun færslan fara í bið líkt og gerist þegar kreditkort eru notuð.
Upphæð til ráðstöfunar lækkar þegar greiðslan fer í gegn en staðan helst óbreytt á reikningnum þar til posinn er gerður upp en þá bókast færslan, hún hættir að vera í bið og staðan á reikningnum uppfærist.
Ástæða þessarar breytingar er að Reiknistofa bankanna er að uppfæra grunnkerfi sín og hættir samhliða að sinna hefðbundinni debetkortavinnslu sem mun færast til Rapyd. Breytingin gefur okkur tækifæri til að koma greiðslum með debetkorti í nútímalegra horf og birta færslur í bið.
Sýn á debetkortagreiðslur hefur tekið breytingum
í appi og í netbanka
Sýn á debetkortagreiðslur mun breytast í appi og í netbanka þann 18.10.2022. Í stað þess að upphæðin sé tekin strax af reikningi fyrirtækisins fer hún í bið líkt og gerist við notkun á kreditkortum. Ráðstöfun lækkar en staðan helst óbreytt. Þegar svo posinn eða afgreiðslukerfið er gert upp, bókast færslan, hún hættir að vera í bið og staðan uppfærist.
Fyrirtæki gætu þurft að taka tillit til þessara biðfærslna við bókun debetkortafærslna vegna úttekta starfsmanna á fyrirtækja debetkortum. Þá sérstaklega ef vaninn er að bóka debetkortafærslur sem staðgreiðslu innan sama dags og færslan á sér stað. Netbanki Arion birtir bæði kaup- og bókunardagsetningu færslunnar. Í B2B vefþjónustu er hægt að nálgast bókunardagsetningu færslunnar.
Ástæða þessarar breytingar er að Reiknistofa bankanna er að uppfæra grunnkerfi sín og hættir samhliða að sinna hefðbundinni debetkortavinnslu sem mun færast til Rapyd. Breytingin gefur okkur tækifæri til að koma greiðslum með debetkorti í nútímalegra horf og birta færslur í bið.
Spurt og svarað
Í hverju felst breytingin?
Í stað þess að upphæð greiðslu sé tekin strax af reikningnum þínum fer færslan í bið. Upphæðin sem verður til ráðstöfunar lækkar en staða reiknings er óbreytt þar til posinn er gerður upp.
Hvers vegna er verið að breyta þessu?
Ástæða þessarar breytingar er að Reiknistofa bankanna er að uppfæra grunnkerfi sín og hættir samhliða að sinna hefðbundinni debetkortavinnslu sem mun færast til Valitor. Með því skapast tækifæri til að birta færslur í bið en slíkt var ekki mögulegt í kerfi RB.
Hvenær tekur breytingin gildi?
Breytingin mun taka gildi í Arion appinu og netbankanum að morgni 11. október 2022 en þá mun sýnin breytast hjá þeim sem eru með debetkort útgefið í Smáraútibúi. Að morgni 25. október breytist sýnin hjá fleiri korthöfum og síðan daglega þar til allir debetkorthafar hafa fengið nýja sýn, þar með fyrirtækjakorthafar.
Má búast við einhverjum vandræðum með greiðslur þegar minni sýn verður breytt?
Ekki er búist við að korthafar verði fyrir neinum truflunum þegar þeir greiða með kortinu á meðan breytingin er gerð en ef það verður raunin mun hún aðeins standa yfir í nokkrar mínútur.
Rof á þjónustu hjá Endurvinnslunni
Hjá Endurvinnslunni mun ekki verða hægt að fá greitt inn á ný eða endurnýjuð debetkort sem eru stofnuð eftir 19. október 2022 í einhvern tíma þar til Endurvinnslan hefur uppfært sín kerfi.
Ég rek fyrirtæki, er eitthvað sérstakt sem ég þarf að hafa í huga?
Fyrirtæki gætu þurft að taka tillit til þessara biðfærslna við bókun debetkortafærslna vegna úttekta starfsmanna á fyrirtækja debetkortum. Þá sérstaklega ef vaninn er að bóka debetkortafærslur sem staðgreiðslu innan sama dags og færslan á sér stað. Netbanki Arion og B2B vefþjónusta birtir bæði kaup- og bókunardagsetningu færslunnar.