Vöxtur - fastir vextir
Þú ákveður binditímann við stofnun reikningsins og vextirnir og innistæða eru bundin allan binditímann. Hægt er að velja um 3, 6, 9, eða 12 mánaða bindingu. Vextir taka mið af væntingum markaðarins á þróun vaxta á binditímanum og gilda þeir vextir sem eru í gildi á stofndegi reikningsins út allan binditímann.
Viðskiptavinur þarf að tilgreina upphæð sparnaðar og skuldfærslureikning við stofnun á Vexti-fastir vextir. Við stofnun reikningsins skuldfærist uppgefin fjárhæð sjálfkrafa af tilgreindum reikningi og að binditíma loknum greiðist höfuðstóllinn ásamt vöxtum inn á uppgefinn reikning.
Vextir eru gefnir upp á ársgrundvelli.
Eiginleikar:- Vextir eru fastir allan binditímann
- Að binditíma loknum greiðist höfuðstóllinn ásamt vöxtum inná ráðstöfunarreikning
- Óverðtryggður innlánsreikningur
- Innstæðan er bundin í fyrirfram ákveðinn binditíma
Binditími
Binding | Vextir |
---|---|
3 mánuðir | 7,65% |
6 mánuðir | 7,75% |
9 mánuðir | 7,85% |
12 mánuðir | 7,95% |