Reglulegur sparnaður í sjóðum

Veittur er 50% afsláttur af upphafsþóknun og 100% afsláttur af afgreiðslugjaldi í reglulegum sparnaði í sjóðum. Margir kjósa að vera með áskrift í fleiri en einum sjóði, leggja t.d. 15.000 kr. fyrir og deila upphæðinni á þrjá ólíka sjóði fyrir mismunandi markmið.

Í netbankanum er auðvelt að skrá sig í áskrift með reglulegum sparnaði í sjóðum:

  • Þú velur þann sjóð sem hentar þér
  • Smellir á „Kaupa“
  • Skráir mánaðarlega áskrift
  • Fyllir út formið og ákveður upphæðina sem þú vilt leggja fyrir á mánuði, lágmarksupphæð er 5.000 kr.
  • Þú ákveður greiðslumáta en hægt er að láta skuldfæra sjálfkrafa af reikningi eða greiðslukorti um hver mánaðamót.

Viðskipti með sjóði í netbanka

Almennur fyrirvari vegna fjárfestinga í sjóðum 
Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á að ekki verði um neina ávöxtun að ræða eða að höfuðstóll tapist. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um árangur í framtíð. Vakin er athygli á að ávöxtun getur aukist eða minnkað vegna gengisflökts.

Í útboðslýsingu og lykilupplýsingum verðbréfa- og fjárfestingarsjóða er að finna nánari upplýsingar um viðkomandi sjóð, m.a. um áhættu og hvort umræddur sjóður telst verðbréfasjóður eða fjárfestingarsjóður. Varðandi þá sjóði sem er að finna á vefsíðu bankans undir yfirliti sjóða þá má nálgast útboðslýsingu, lykilupplýsingar o.fl. vegna viðkomandi sjóðs með því að smella á heiti sjóðs. Jafnframt er hægt að nálgast framangreind gögn í útibúum bankans. Upplýsingar þær sem hér koma fram eru einungis veittar í upplýsingaskyni og þær ber ekki að skoða sem tilboð á einn eða annan hátt og ekki skal líta á efnið sem ráðgjöf um kaup, sölu eða aðra ráðstöfun tiltekinna fjármálagerninga.

Arion banki er helsti söluaðili sjóða Stefnis hf. sem er sjálfstætt starfandi fjármálafyrirtæki skv. lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Stefnir hf. rekur verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði skv. lögum nr. 128/2011. Stefnir hf. er dótturfélag Arion banka.

Upplýsingar þær sem hér koma fram byggja á heimildum sem taldar eru áreiðanlegar en ekki er hægt að ábyrgjast að þær séu réttar. Áskilinn er réttur til leiðréttinga. Arion banki eða starfsmenn bankans bera enga ábyrgð á ákvörðunum eða viðskiptum sem aðilar kunna að eiga í ljósi þeirra upplýsinga sem hér koma fram.