Gjafakort Arion
passar fyrir alla
Gjafakortið okkar er alltaf rétta gjöfin, þar sem þú velur upphæðina og viðtakandi velur gjöfina.
Það eru nokkrar leiðir
til að kaupa gjafakort
- Hægt er að panta gjafakort án inneignar og fá heimsend. Þú millifærir svo upphæð gjafar inn á gjafakortin í netbankanum.
- Þú getur pantað gjafakort með fyrirfram ákveðinni inneign og sótt þau til okkar í það útibú sem þú velur.
- Í útibúi Arion á Smáratorgi er sjálfsafgreiðsluvél með gjafakort. Sjálfsafgreiðslan er opin allan sólarhringinn.
- Þú getur komið við í einhverju af útibúum okkar og keypt gjafakort.
Gott að vita
- Hámarksupphæð gjafakorts er 200.000 kr.
- Gjafakort eru eingöngu seld viðskiptavinum Arion banka og kosta 290 kr.
- Með gjafakorti Arion er hægt að versla á netinu jafnt sem í verslunum.*
- Hægt er að tengja gjafakortið við Apple Pay og Google Pay og borga með símanum og úrinu.
- Kortunum fylgir ekki PIN númer en þau virka að öðru leyti eins og fyrirfram greidd kort.*
- Við vekjum athygli á að það er mat Skattsins, að gjafakort sem vinnuveitendur gefa starfsfólki sínu að gjöf, og hægt er að umbreyta beint í peninga, t.d. bankagjafakort, teljast til skattskyldra tekna hjá viðtakanda gjafakortanna.
*Athugið að ekki er hægt að nota kortið þar sem PIN númers eða auðkenningar korthafa er krafist og að erlendar færslur geta ekki verið hærri en 97% af innstæðu gjafakorts.
SkilmálarSpurt og svarað
Hverjir geta keypt gjafakort Arion banka?
Hversu oft er hægt að leggja inn á gjafakort?
Hvernig fylli ég á heimsend gjafakort?
Hvernig sé ég stöðuna á gjafakortinu?
Hvað get ég gert ef kortið týnist?
Er einhver lágmarksaldur til að geta keypt gjafakort eða notað gjafakort?
Get ég tekið út af kortinu í hraðbanka?
Get ég notað kortið erlendis fyrst það er ekkert PIN númer meðfylgjandi?
Ef kort rennur út og inneign er enn inni á korti, get ég leyst út inneignina?
Get ég notað kortið á netinu?
Get ég tekið peninga út af gjafakortinu í bankaútibúi?
Er eitthvert hámark/lágmark á þeirri fjárhæð sem hlaða má inn á gjafakortið?
Þarf sá sem fær kortið að gjöf ekki að samþykkja neina skilmála?
Athuga stöðu gjafakorts
Upplýsingar um stöðu og færslur eru sóttar beint til greiðslumiðlunar.
*Eingöngu hægt að framkvæma frá íslenskum IP tölum.
Viðskiptavinir erlendis geta fengið uppgefna stöðu kortsins með því að hafa samband við þjónustuver.