Umhverfisvænt
- Ekkert kortaplast
- Eingöngu rafræn notkun
- Kortanúmerið finnur þú í Arion appinu
Netkort er góður valkostur fyrir þá sem vilja vera með aukakort fyrir verslun á netinu.
Einfalt kort sem kostar ekkert, er umhverfisvænt og aðgengilegt í Arion appinu. Engar tryggingar fylgja kortinu.
Kortið er fyrirframgreitt kreditkort sem þú leggur inn á í Arion appinu.
Þú pantar Netkort í Arion appinu og færð kortanúmerið uppgefið þar. Þú getur svo fylgst með inn- og útborgunum í appinu og netbankanum líkt og á öðrum kreditkortum.
Netkortið er einungis til verslunar á netinu, hvort sem er fyrir stök viðskipti, áskriftir eða boðgreiðslur. Hægt er að borga með símanum á vefsíðum og í öppum sem styðja snertilausar greiðslur. Ekki er því hægt að greiða með netkortinu í Posa.
Kortið er fyrirframgreitt og það er einfalt að leggja inn á það í Arion appinu. Inneign þarf að vera til staðar áður en greitt er með kortinu og hægt er að leggja aftur og aftur inn á sama kortið.
Ég er búinn að bæta Netkortinu við Apple Wallet / Google Wallet en ég get samt ekki greitt með símanum í verslunum:
Það er eingöngu hægt að nota Netkortið þegar þú verslar á netinu. Í dag býður fjöldi verslana upp á þann möguleika að greiða með Apple Pay / Google Pay í netverslun og til þess að það sé hægt þarf að vera búið að bæta kortinu við Apple Wallet / Google Wallet.
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Lestu um hvernig við notum vafrakökur og hvernig þú getur stjórnað þeim með því að smella á "Stillingar fótspora".