Grænn vöxtur

Grænn vöxtur er nýr sparnaðarreikningur sem er hugsaður fyrir einstaklinga, félagasamtök og fyrirtæki sem vilja leggja sitt af mörkum til umhverfisvænni framtíðar. Reikningurinn er óverðtryggður, óbundinn og því laus til úttektar hvenær sem er.

Eitt meginhlutverk banka er að miðla fjármagni frá þeim sem eiga sparnað til þeirra sem þurfa lán og gegna innlán þar mikilvægu hlutverki. Fjármunum sem safnast inn á Grænan vöxt er ráðstafað til vistvænna verkefna í samræmi við umgjörð um græn innlán Arion banka.  

Áhrifagreining fyrir Grænan vöxt

 
Það veitir innblástur og hvatningu til að gera stöðugt betur að sjá hversu jákvæð áhrif það hefur á umhverfið að lána til grænna verkefna. 
 
Með grænum innlánum Arion banka, Grænum vexti, leggja viðskiptavinir svo sannarlega sitt af mörkum til framtíðar.
 

Allar innstæður eru notaðar í fjármögnun verkefna sem skilgreind eru í umgjörð bankans um græn innlán. Áætluð losun gróðurhúsalofttegunda sem komið var í veg fyrir með fjármögnun þessara verkefna er rúm 22 þúsund tonn CO2í árið 2020. Það samsvarar árlegri losun um 10 þúsund bifreiða sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti.

Saman látum við góða hluti gerast.

Stofna reikning fyrir Grænan vöxt

Skoða áhrifagreininguna

Umgjörð um græn innlán

CIRCULAR Solutions hefur tekið út umgjörð bankans um græn innlán. Fyrirtækið gegnir hlutverki óháðs aðila og mun gera árlega úttekt á því hve vel fjármögnuð verkefni uppfylla skilyrði umgjarðarinnar og meta umhverfisáhrif þeirra.

Umgjörð um græn innlán
Ytri staðfesting CIRCULAR á umgjörð Arion banka um græn innlán

Með því að leggja sparnaðinn inn á Grænan vöxt styðja viðskiptavinir og Arion banki saman við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun númer sjö, níu, ellefu, tólf og þrettán.