Borgaðu með símaveski
í Arion appinu

- auðveld og örugg greiðsluleið

Símaveski í Arion appinu (fyrir android) er einföld og örugg greiðsluleið til að borga í verslunum. Þú getur greitt með símaveski í öllum posum sem styðja snertilausar greiðslur innanlands sem og erlendis. Símaveski er í boði fyrir korthafa sem hafa náð 13 ára aldri.

Þegar greiðsla er framkvæmd notar símaveski sértækt númer fyrir tækið þitt og einkvæmt númer fyrir greiðsluna. Kortanúmerið er ekki vistað á tækinu eða á netþjónum og því er aldrei deilt með seljandanum. Android símaveskið geymir engar upplýsingar um viðskiptin sem hægt er að rekja til þín, sem tryggir öryggi kaupanna.

Að virkja greiðslukort

Fyrsta skrefið er að athuga hvort að kveikt er á NFC í símanum þínum.
Hægt er að fara í Settings í símanum, velja Connection, og þar ættirðu að sjá NFC stillingar. Þetta getur þó verið aðeins mismunandi eftir síma framleiðendum. Þegar búið er að tryggja að kveikt sé á NFC stillingunni getur þú fylgt leiðbeiningunum hérna fyrir neðan:

  • Þú opnar Arion appið
  • Velur „Meira“ og svo „Símaveski“
  • Samþykkir skilmála
  • Velur þau kort sem þú vilt að sé hægt að greiða með og setur í símaveskið
  • Samþykkir að símaveski Arion banka verði sjálfgefin greiðsluleið
  • Ákveður hvaða kort á að vera sjálfgefið til að greiða með

 

Ekki með Arion appið?

Arion appið er opið öllum. Hvort sem þú ert í reglulegum viðskiptum við Arion banka eða ekki getur þú sótt appið, stofnað reikninga, byrjað reglulegan sparnað og sótt um Núlán.

Sækja fyrir Android

Spurt og svarað