Núlán

Vantar þig lán til skamms tíma?  
Núlán geta verið allt að 5 milljónir króna til að hámarki 5 ára.

Núlán er
óverðtryggt lán

Núlán eru óverðtryggð lán með jöfnum afborgunum og ákvarðast vextir af lánshæfismati.

Endurfjármögnun
með Núláni

Arion banki býður viðskiptavinum sínum upp á endurfjármögnun á öðrum lánum á okkar bestu kjörum. 

Ef þú ert með gömul lán sem eru með óhagstæðum kjörum gæti verið skynsamlegt að koma þeim á betri kjör og reglulega niðurgreiðslu. 

Reikna lán

kr.
%

Gott að vita

 • Lántökugjald er 2,9% auk 9.995 kr. umsýslugjalds
 • Kostnaður við greiðslumat er samkvæmt verðskrá bankans
 • Lánsfjárhæð innan sjálfsafgreiðsluheimildar greiðist strax út
 • Lágmarkslánstími eru 12 mánuðir
 • Hámarkslánstími eru 60 mánuðir
 • Umsókn er rafræn og því er hægt að sækja um lán hvenær sem er
 • Auðkenning er gerð með rafrænum skilríkjum
 • Vextir eru kjörvextir bankans auk vaxtaálags sem tekur mið af lánshæfismati
 • Ef lánsfjárhæð krefst greiðslumats er sótt um það rafrænt á vefsíðu Arion banka og það reiknast strax
 • Hægt er að greiða upp önnur lán með Núláni ef sótt er um á vefsíðu Arion banka
 • Ef sótt er um Núlán með maka þá eru hjón og einstaklingar í staðfestri sambúð greiðslumetin saman, báðir aðilar þurfa að vera í viðskiptum við Arion banka
 • Hægt er að greiða inn á Núlán í Netbanka Arion banka án kostnaðar
 • Arion banki getur tekið að sér að gera upp gömul lán ef um endurfjármögnun er að ræða gegn 9.995 kr. þóknun