Öll helstu bankaviðskipti í appinu

Með Arion appinu getur þú m.a. borgað marga reikninga í einu, millifært á milli eigin reikninga og yfir á aðra viðtakendur og stofnað reglulegan sparnað í símanum á nokkrum sekúndum.

Nú má með auðveldum hætti hefja sparnað í appinu. Ef þú átt ekki sparnaðarreikning getur þú stofnað reikninginn Fjárhæðaþrep, breytt heiti reikning til samræmis við markmiði þitt og hafið reglulegan sparnað inn á reikninginn mánaðarlega.

Með nýrri stafrænni lausn getur þú dreift stökum reikningum á kreditkortið þitt í appinu og netbanka.

Þegar greiða á reikninginn kemur val um að dreifa. Reikningurinn greiðist og afborganir færast á kreditkort samkvæmt því sem valið er. Kostnaður er samkvæmt verðskrá bankans og vextir eru skv. vaxtatöflu bankans á hverjum tíma.

Sjálfvirkar greiðslur(beingreiðsla) er góður kostur til að greiða reikningana sem koma reglulega.

Reikninga (greiðsluseðla) má setja í sjálfvirka greiðslu sem þýðir að þeir verða greiddir á gjalddaga eða þremur dögum fyrir eindaga eftir því hvort þú velur. 

Kostir þess að velja sjálfvirkar greiðslur eru að reikningar eru alltaf greiddir á réttum tíma og því ekki hætta á dráttarvöxtum auk þess sem sjálfvirk greiðsla getur verið ódýrari kostur.

Þú setur reikning í sjálfvirka greiðslu í appinu.

Ef ekki er til innistæða á úttektarreikningi á greiðsludegi greiðist krafan með dráttarvöxtum þegar innistæða verður næg.