Aðstoð vegna dánarbúa
Hjá Arion banka færðu aðstoð varðandi afgreiðslu dánarbúa.

Við fráfall viðskiptavinar
Fyrstu skref aðstandenda
Fyrsta skrefið við skipti á dánarbúi er að tilkynna um andlátið. Við andlát fá aðstandendur hins látna afhent dánarvottorð frá lækni sem afhenda þarf á skrifstofu sýslumanns í því umdæmi þar sem hinn látni átti lögheimili. Sýslumaður áframsendir dánarvottorðið til Þjóðskrár Íslands sem skráir viðkomandi einstakling látinn í þjóðskrá.
Tilkynna andlát - Fara með dánarvottorð til sýslumanns.
Sækja um leyfi hjá sýslumanni til frágangs dánarbús
Hafa samband við bankann og fá ráðgjöf varðandi frágang dánarbús.