Unglingar
Við bjóðum alla á aldrinum 9 - 15 ára velkomna í unglingaþjónustuna okkar.

Sumarlaunaleikur 2020
Fáðu meira út úr sumarvinnunni!
Unglingar sem leggja launin sín inn á reikning hjá Arion banka geta átt von á aukabónus í sumar. Hundrað heppnir einstaklingar verða dregnir út í lok sumars og fá 10.000 krónur lagðar inn á reikninginn sinn. Þar að auki verður einn mjög heppinn og fær 50.000 krónur.
Upphaflega átti útdráttur að fara fram þann 18. ágúst en ákveðið hefur verið að framlengja leikinn til 30. ágúst.

Ferming
Allt að 12.000 kr. fermingargjöf
Ef lagðar eru 30.000 kr. eða meira inn á Framtíðarreikning við fermingu þá greiðir bankinn 6.000 kr. mótframlag inn á sama reikning. Það sama gerum við ef fjárfest er fyrir 30.000 kr. eða meira í sjóðum Stefnis.**Hægt er að sækja um fermingarmótframlag til 1. september ár hvert. Hvert fermingarbarn á rétt á fermingarmótframlagi, eitt fyrir innlögn inn á Framtíðarreikning og eitt fyrir innlögn í sjóð, samtals 12.000 kr.
Debetkort, netbanki og Arion appið
Debetkort
Hægt er að stofna Almennt Visa Debit frá 9 ára aldri.
Á debetkorti eru engin færslugjöld og notkun debetkorta í hraðbönkum og útibúum Arion banka er ókeypis.
- Hægt að greiða snertilaust
- Hægt að borga með síma
- Hægt að nota í netviðskiptum
- Enginn stofnkostnaður
- Ekki er greitt árgjald fyrir kortið en ef kort glatast og það endurnýjað þarf að greiða framleiðslugjald
- Á debetkortareikning er hægt að láta millifæra reglulega, t.d. vasapeninga
- Þú kemur í næsta útibú og leggur að lágmarki 1.000 kr. inn á reikning og sækir um unglingakort – þar með ertu orðinn félagi í Unglingaþjónustu Arion banka
Mundu að foreldri eða forráðamaður þarf að skrifa undir umsóknina líka. Hægt er að skrifa undir með rafrænum skilríkjum.
Aðgangur að netbanka og appi
Frá 9 ára aldri eiga allir kost á að sækja um aðgang að netbankanum. Þeir sem eru með netbankann geta nýtt sér app Arion banka.
Hægt er að sækja um netbanka í næsta útibúi.

Framtíðarreikningur
Framtíðarreikningur er verðtryggður innlánsreikningur sem gefur hæstu vexti almennra verðtryggðra innlánsreikninga.
Innstæðan er laus á 18 ára afmælisdegi.
Inneign á Framtíðarreikningi er góð gjöf fyrir þá sem vilja leggja grunn að framtíð barna og unglinga.
Eiginleikar Framtíðarreiknings
- Hæstu vextir almennra innlánsreikninga
- Verðtryggður reikningur
- Er laus til úttektar við 18 ára aldur
- Hægt er að stofna eða leggja inn á reikninginn hvenær sem er fyrir 15 ára aldur
Einkaklúbburinn er fyrir alla viðskiptavini
Allir viðskiptavinir Arion banka eru sjálfkrafa aðilar að Einkaklúbbnum þeim að kostnaðarlausu og geta sótt appið í símann sinn.
Í Einkaklúbbsappinu ertu með aðgang að fjölmörgum tilboðum hjá mjög fjölbreyttu úrvali fyrirtækja. Tilboðin eru alltaf aðgengileg í gegnum símann þinn og appið er mjög einfalt í notkun.
