Unglingar
Við bjóðum alla á aldrinum 9 - 15 ára
velkomna í unglingaþjónustuna okkar.

Sumarlaunaleikur 2021
Fáðu meira út úr sumarvinnunni!
Unglingar sem leggja launin sín inn á reikning hjá Arion banka geta átt von á aukabónus. Hundrað heppnir einstaklingar verða dregnir út í lok sumars og fá 10.000 kr. lagðar inn á reikninginn sinn. Einnig drögum við út einn ungling sem birtir mynd úr vinnunni í sumar á Instagram og merkir #arionsumarlaun. Fær sá heppni 100.000 kr. lagðar inn á reikninginn sinn.
Taktu þátt í skemmtilegum sumarlaunaleik!

Ferming
Allt að 12.000 kr. fermingargjöf
Ef lagðar eru 30.000 kr. eða meira inn á Framtíðarreikning við fermingu þá greiðir bankinn 6.000 kr. mótframlag inn á sama reikning. Það sama gerum við ef fjárfest er fyrir 30.000 kr. eða meira í sjóðum Stefnis.**Hægt er að sækja um fermingarmótframlag til 1. september ár hvert. Hvert fermingarbarn á rétt á fermingarmótframlagi, eitt fyrir innlögn inn á Framtíðarreikning og eitt fyrir innlögn í sjóð, samtals 12.000 kr.
Debetkort, netbanki og Arion appið
Debetkort
Hægt er að stofna debetkort frá 9 ára aldri.
Á debetkorti eru engin færslugjöld og notkun debetkorta í hraðbönkum og útibúum Arion banka er ókeypis.
- Hægt að greiða snertilaust
- Hægt að borga með síma
- Hægt að nota í netviðskiptum
- Enginn stofnkostnaður
- Ekki er greitt árgjald fyrir kortið en ef kort glatast og það endurnýjað þarf að greiða framleiðslugjald
- Á debetkortareikning er hægt að láta millifæra reglulega, t.d. vasapeninga
- Þú kemur í næsta útibú og leggur að lágmarki 1.000 kr. inn á reikning og sækir um unglingakort – þar með ertu orðinn félagi í Unglingaþjónustu Arion banka
Mundu að foreldri eða forráðamaður þarf að skrifa undir umsóknina líka. Hægt er að skrifa undir með rafrænum skilríkjum.
Aðgangur að netbanka og appi
Frá 9 ára aldri eiga allir kost á að sækja um aðgang að netbankanum. Þeir sem eru með netbankann geta nýtt sér app Arion banka.
Hægt er að sækja um netbanka í næsta útibúi.

Framtíðarreikningur
Framtíðarreikningur er verðtryggður innlánsreikningur sem gefur hæstu vexti almennra verðtryggðra innlánsreikninga.
Innstæðan er laus á 18 ára afmælisdegi.
Inneign á Framtíðarreikningi er góð gjöf fyrir þá sem vilja leggja grunn að framtíð barna og unglinga.
Eiginleikar Framtíðarreiknings
- Hæstu vextir almennra innlánsreikninga
- Verðtryggður reikningur
- Er laus til úttektar við 18 ára aldur
- Hægt er að stofna eða leggja inn á reikninginn hvenær sem er fyrir 15 ára aldur
Einkaklúbburinn er fyrir alla viðskiptavini
Allir viðskiptavinir Arion banka eru sjálfkrafa aðilar að Einkaklúbbnum þeim að kostnaðarlausu og geta sótt appið í símann sinn.
Í Einkaklúbbsappinu ertu með aðgang að fjölmörgum tilboðum hjá mjög fjölbreyttu úrvali fyrirtækja. Tilboðin eru alltaf aðgengileg í gegnum símann þinn og appið er mjög einfalt í notkun.
