Unglingar

Við bjóðum alla á aldrinum 9 - 15 ára velkomna í unglingaþjónustuna okkar.

Unglingar

Þegar gengið er í unglingaþjónustu Arion banka bjóðum við inngöngugjöf að eigin vali; bíómiða fyrir tvo í Sambíóin eða kortahulstur til að líma aftan á síma. 

Debetkort og netbanki

Hægt er að stofna Almennt Visa Debit frá 9 ára aldri með undirskrift foreldris/forráðamanns. Á debetkorti eru engin færslugjöld og notkun debetkorta í hraðbönkum og útibúum Arion banka er ókeypis.

Inngöngugjöf

Við inngöngu í Unglingaþjónustuna geta unglingar valið milli inngöngugjafa í útibúum okkar.

Framtíðarreikningur

Inneign á Framtíðarreikningi er góð gjöf fyrir þá sem vilja leggja grunn að framtíð barna og unglinga.

Debetkort og netbanki

Debetkort

Hægt er að stofna Almennt Visa Debit frá 9 ára aldri.
Á debetkorti eru engin færslugjöld og notkun debetkorta í hraðbönkum og útibúum Arion banka er ókeypis.

  • Kortið er síhringikort
  • Hægt er að greiða snertilaust
  • Hægt að nota í netviðskiptum
  • Enginn stofnkostnaður er
  • Ekki er greitt árgjald fyrir kortið nema í þeim tilfellum sem kort glatast og það endurnýjað. Á debetkortareikning er hægt að láta millifæra reglulega, t.d. vasapeninga
  • Þú kemur í næsta útibú og leggur að lágmarki 1.000 kr. inn á reikning og sækir um unglingakort – þar með ertu orðin félagi í Unglingaþjónustu Arion banka.

Mundu að foreldri eða forráðamaður þarf að skrifa undir umsóknina líka.

Aðgangur að Netbankanum

Frá 9 ára aldri eiga allir kost á að sækja um aðgang að netbankanum. Þeir sem eru með netbankann geta nýtt sér App Arion banka.

Hægt er að sækja um netbanka í næsta útibúi.

Framtíðarreikningur

Framtíðarreikningur er verðtryggður innlánsreikningur sem gefur hæstu vexti almennra verðtryggðra innlánsreikninga. 
Innstæðan er laus við 18 ára aldur.

Inneign á Framtíðarreikningi er góð gjöf fyrir þá sem vilja leggja grunn að framtíð barna og unglinga.

Eiginleikar Framtíðarreiknings

  • Hæstu vextir almennra innlánsreikninga
  • Verðtryggður reikningur
  • Er laus til úttektar við 18 ára aldur
  • Hægt er að stofna eða leggja inn á reikninginn hvenær sem er fyrir 15 ára aldur

Fermingargjöf

Ef lagðar eru 30.000 kr. eða meira inn á Framtíðarreikning við fermingu þá greiðir bankinn 6.000 kr. mótframlag inn á sama reikning. Einnig er hægt að greiða inn á aðra verðtryggða reikninga s.s. Verðtryggðan 36 eða Fjárhæðaþrep verðtryggt.

Ef innborgun er gerð hjá gjaldkera í útibúi Arion banka þá er mótframlag bankans greitt strax. Ef innborgun er gerð með millifærslu eða í hraðbanka berst mótframlag Arion banka innan mánaðar. Þjónustuver okkar veitir frekari upplýsingar og aðstoð á arionbanki@arionbanki.is eða í síma 444 7000.

Hægt er að sækja um fermingarmótframlag til 1. september ár hvert. Athugið að það er eitt mótframlag fyrir hvert fermingarbarn.

Fræðsla með Jóni Jónssyni

Jón Jónsson tónlistarmaður og hagfræðingur heldur fræðslufundi um fjármál fyrir unglinga á aldrinum 12-16 ára.