Hvað ætlar þú að stækka fermingargjöfina mikið?
Hér getur þú sett inn þá upphæð sem þú ætlar að leggja inn á Framtíðarreikning og hvað þú ætlar að fjárfesta mikið í sjóðum Stefnis. Þá sérðu nákvæmlega hvað fermingargjöfin þín stækkar mikið.
Ef þú leggur 30.000 kr. inn á Framtíðarreikning færðu 6.000 kr. mótframlag. Einnig færðu 5% af þeirri upphæð sem þú leggur inn umfram 30.000 kr. en þó að hámarki 200.000 kr. Það sama gerum við ef fjárfest er í sjóðum Stefnis. Því getur mótframlagið verið allt að 32.000 kr.
Þú átt rétt á mótframlagi ef lagt er inn á Framtíðarreikning eða fjárfest í sjóðum Stefnis fyrir 31. desember 2024.