Ungt fólk

Fermingargjöfin getur stækkað um allt að 32.000 kr. hjá okkur


Ef þú leggur fermingarpeninginn inn á Framtíðarreikning hjá Arion og kaupir í sjóðum Stefnis getur þú fengið allt að 32.000 kr. mótframlag. Það er fermingargjöfin okkar til þín.

Hvað ætlar þú að stækka fermingargjöfina mikið?

Hér getur þú sett inn þá upphæð sem þú ætlar að leggja inn á Framtíðarreikning og hvað þú ætlar að fjárfesta mikið í sjóðum Stefnis. Þá sérðu nákvæmlega hvað fermingargjöfin þín stækkar mikið.

Ef þú leggur 30.000 kr. inn á Framtíðarreikning færðu 6.000 kr. mótframlag. Einnig færðu 5% af þeirri upphæð sem þú leggur inn umfram 30.000 kr. en þó að hámarki 200.000 kr. Það sama gerum við ef fjárfest er í sjóðum Stefnis. Því getur mótframlagið verið allt að 32.000 kr.

Þú átt rétt á mótframlagi ef lagt er inn á Framtíðarreikning eða fjárfest í sjóðum Stefnis fyrir 31. desember 2024.

Reiknivél

Sláðu inn þitt framlag í reitina fyrir ofan.

Þitt framlag: 0 kr.

Mótframlag*: 0 kr.

*Til þess að fá mótframlag þarf inneign að vera
að lágmarki 30.000 kr.

Framtíðarreikningur - Spörum fyrir framtíðinni

Framtíðarreikningur hentar vel fyrir langtímasparnað og er því góð gjöf fyrir þá sem vilja leggja grunn að framtíð barna og unglinga.

Forsjáraðili getur stofnað Framtíðarreikning með því að hafa samband við þjónustuver eða koma í útibú Arion.

Afgreiðsla mótframlags

Ef greitt er inn á Framtíðarreikning hjá starfsmanni í útibúi er mótframlagið greitt strax. Ef innborgun er gerð með öðrum hætti er mótframlagið greitt innan mánaðar. Mótframlagið er sjálfkrafa lagt inn á reikninginn ef öllum skilyrðum er fullnægt.

Eitt mótframlag er fyrir hvert fermingarbarn þegar lagt er inn á reikning.

Sjóðir Stefnis

Arion er helsti söluaðili sjóða* Stefnis hf. sem er sjálfstætt starfandi fjármálastofnun og stýrir fjölbreyttu úrvali sjóða sem henta einstaklingum sem vilja spara til skemmri eða lengri tíma.

Afgreiðsla mótframlags

Hvort sem þú fjárfestir í sjóðum Stefnis í gegnum Arion appið, netbanka eða með öðrum hætti er mótframlagið greitt innan mánaðar. Mótframlagið er svo sjálfkrafa lagt inn á sjóðinn ef öllum skilyrðum er fullnægt. Ef keypt er í nokkrum sjóðum dreifist mótframlagið í sjóðina í sömu hlutföllum og keypt er.

Eitt mótframlag er fyrir hvert fermingarbarn.

Það er einfalt að spara í sjóðum

Til að geta átt viðskipti með sjóði þarf forsjáraðili að stofna til verðbréfaviðskipta fyrir fermingarbarnið. Þegar því er lokið verður verðbréfasafnið aðgengilegt í Arion appinu þar sem afar einfalt er að fjárfesta í sjóðum Stefnis.

Stofna til verðbréfaviðskipta fyrir barn

Í myndbandinu hér fyrir neðan er farið yfir hvernig fjárfest er í sjóðum Stefnis í Arion appinu.

*Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á að ekki verði um neina ávöxtun að ræða eða að höfuðstóll tapist. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um árangur í framtíð. Í útboðslýsingu og lykilupplýsingum hvers sjóðs er að finna nánari upplýsingar um sjóðinn, m.a. um áhættu og hvort umræddur sjóður telst verðbréfasjóður eða sérhæfður sjóður fyrir almenning, en upplýsingarnar má nálgast á www.arionbanki.is/sjodir. Sérhæfðir sjóðir fyrir almenning hafa rýmri fjárfestingarheimildir, sem geta leitt til minni áhættudreifingar en í verðbréfasjóðum. Fjárfesting í sérhæfðum sjóði fyrir almenning telst því almennt vera áhættumeiri en fjárfesting í verðbréfasjóði. Arion banki er helsti söluaðili sjóða Stefnis hf. sem er sjálfstætt starfandi fjármálastofnun skv. lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Stefnir hf. starfar á grundvelli starfsleyfa frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða samkvæmt heimild í lögum nr. 116/2021 um verðbréfasjóði og sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða samkvæmt heimild í lögum nr. 45/2020, um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Stefnir hf. er dótturfélag Arion banka hf.