Tímabundnir greiðsluerfiðleikar

Þegar greiðsluerfiðleikar koma upp þá er mikilvægt að bregðast skjótt við og finna bestu lausnina til þess að greiða úr málunum. Við aðstoðum við það. 

Hér fyrir neðan eru nánari upplýsingar fyrir einstaklinga og fyrirtæki um það hvaða úrræði eru í boði, auk þess sem hægt er að óska eftir ráðgjöf. 

Tímabundnir greiðsluerfiðleikar

Allir geta lent í tímabundnum greiðsluerfiðleikum einhvern tímann á ævinni. Þegar slík staða kemur upp er mikilvægt að bregðast skjótt við og leitast við að finna bestu lausnina til þess að greiða úr málunum áður en vandamálið verður óyfirstíganlegt. 

Dæmi um lausnir sem að gætu hentað:

Aðrar mögulegar lausnir eru:

  • Sameining/endurfjármögnun lána
    Ef til staðar eru mörg lán hjá einum eða fleiri lánveitendum getur verið hagkvæmt að sameina þau í eitt lán á betri kjörum.

  • Tímabundin lækkun á greiðslum
    Tímabundin breyting á greiðslutilhögun íbúðarláns vegna tímabundins tekjumissis greiðanda. Breytingin á eingöngu við um fasteignaveðlán hjá bankanum, sem hvíla á eign í eigu umsækjanda og þar sem umsækjandi er með lögheimili.

  • Frysting afborgana
    Mánaðarlegar greiðslur af höfuðstól eru frystar og eingöngu eru greiddir vextir af höfuðstól yfir þann tíma sem erfiðleikar standa yfir.

Viðskiptavinir eru velkomnir til okkar í ráðgjöf. Saman förum við yfir fjármálin, metum stöðuna og ræðum leiðir til að leysa úr fjárhagsvanda hvort sem hann er til skemmri eða lengri tíma.